„Hinsegin paradísin Ísland“ smellpassar við það hvernig landinu hefur verið lýst í aldanna rás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2016 13:15 Íris Ellenberger, sagnfræðingur, flytur erindi á málstofu um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi á Hugvísindaþingi á morgun. vísir Íris Ellenberger, sagnfræðingur, heldur erindi á Hugvísindaþingi á morgun undir yfirskriftinni Hinsegin paradísin Ísland í ljósi sögunnar og hinsegin þjóðernishyggju, en erindið verður flutt á málstofu um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi. „Í rannsókn minni er ég að skoða hinsegin paradísina Ísland aðallega út frá tveimur tegundum af orðræðu. Annars vegar er það þessi sögulega orðræða um Ísland sem paradís eða útópíu en Íslandi hefur verið lýst sem útópíu í rauninni alveg frá því að það fór einhver að skrifa lýsingar af landinu sem var á 11. öld. Ég er svona að skoða þessa hinsegin útópíu sem bara rökrétt framhald af þeirri orðræðu sem að ég tel að hún sé,“ segir Íris. Hún setur þetta í samhengi við það að Ísland sé auglýst sem ferðamannaland fyrir hinsegin fólk og þá gjarnan lýst sem paradís fyrir það. Íris segir þetta smellpassa við hvernig búið er að lýsa landinu í aldir. „Þannig að það er held ég mjög auðvelt og einhvern veginn eðlilegt skref að stíga, kannski fyrir fólk sem er ekki mjög mikið að pæla hvernig landinu hefur verið lýst, það erum bara við sagnfræðingarnir sem erum að velta því upp,“ segir Íris.„Við“ og „hinir“ Hin orðræðan sem Íris er að skoða í tengslum við hinsegin paradísina Ísland er hinsegin þjóðernishyggja. „Þetta er kannski dálítið tyrfið hugtak en það er notað til þess að útskýra hvernig ákveðnir valdhópar meðal hinsegin fólks hafa fengið aðgang að þjóðinni, það er fá að tilheyra „okkur“ en ekki „hinum.“ Þeir eru innlimaðir, tekið utan um þá og þeim tekið fagnandi á sama tíma og einhverjum öðrum þjóðfélagshópi er útskúfað.“ Íris nefnir Bandaríkin sem dæmi þar samkynhneigðir hafa verið teknir inn í samfélagið á sama tíma og fólk frá Mið-Austurlöndum hefur verið útmálað sem hryðjuverkamenn.Send sterk skilaboð um að Íslendingar virði mannréttindi en fólk í Rússlandi eða Lettlandi geri það ekki „Fræðimenn hafa verið að benda á að þetta er ekki bundið við Bandaríkin heldur er þetta þverþjóðleg orðræða sem nær yfir allan hinn vestræna heim. Þannig má segja að margt af því sem sagt er um Ísland sem hinsegin útópíu sé hluti af þessari þverþjóðlegu orðræðu og þar af leiðir að um leið er verið að útskúfa öðru fólki,“ segir Íris. Hún nefnir að á seinustu árum hafi það vissulega verið múslimar en þó aðallega fólk frá Austur-Evrópu. „Á seinustu árum hefur til dæmis rosalega mikið verið fjallað um mannréttindabrot gagnvart hinsegin fólki í Austur-Evrópu og með samanburðinum eru send mjög sterk skilaboð um að við á Íslandi virðum mannréttindi en fólkið í Rússlandi eða Lettlandi virði ekki mannréttindi. Þannig að þar er mjög sterk „við og hin“-retórík sem fléttast síðan saman við almenna umræðu um fólk frá Austur-Evrópu sem „hina“ og að þeir séu óeðlilegir, fjandsamlegir og hættulegir,“ segir Íris.Hinsegin fólk sem stingur á einhvern hátt í stúf býr enn við ofbeldi og hættuna á ofbeldi En er Ísland hinsegin paradís? Íris segir það fara eftir því við hvern sé talað. „Maður fer ekki að véfengja fólk sem kemur hingað og finnst þetta vera hinsegin paradís en ég veit líka um fólk sem finnst þetta langt í frá einhver paradís. Það er til dæmis mjög margt í löggjöfinni sem er ábótavant varðandi trans-og intersex fólk og svo býr hinsegin fólk sem á einhvern hátt stingur í stúf enn við ofbeldi og hættuna á ofbeldi,“ segir Íris. Erindi hennar á Hugvísindaþingi sem og önnur erindi á málstofunni munu í haust koma út í greinasafni þar sem fjallað verður um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi. Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Íris Ellenberger, sagnfræðingur, heldur erindi á Hugvísindaþingi á morgun undir yfirskriftinni Hinsegin paradísin Ísland í ljósi sögunnar og hinsegin þjóðernishyggju, en erindið verður flutt á málstofu um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi. „Í rannsókn minni er ég að skoða hinsegin paradísina Ísland aðallega út frá tveimur tegundum af orðræðu. Annars vegar er það þessi sögulega orðræða um Ísland sem paradís eða útópíu en Íslandi hefur verið lýst sem útópíu í rauninni alveg frá því að það fór einhver að skrifa lýsingar af landinu sem var á 11. öld. Ég er svona að skoða þessa hinsegin útópíu sem bara rökrétt framhald af þeirri orðræðu sem að ég tel að hún sé,“ segir Íris. Hún setur þetta í samhengi við það að Ísland sé auglýst sem ferðamannaland fyrir hinsegin fólk og þá gjarnan lýst sem paradís fyrir það. Íris segir þetta smellpassa við hvernig búið er að lýsa landinu í aldir. „Þannig að það er held ég mjög auðvelt og einhvern veginn eðlilegt skref að stíga, kannski fyrir fólk sem er ekki mjög mikið að pæla hvernig landinu hefur verið lýst, það erum bara við sagnfræðingarnir sem erum að velta því upp,“ segir Íris.„Við“ og „hinir“ Hin orðræðan sem Íris er að skoða í tengslum við hinsegin paradísina Ísland er hinsegin þjóðernishyggja. „Þetta er kannski dálítið tyrfið hugtak en það er notað til þess að útskýra hvernig ákveðnir valdhópar meðal hinsegin fólks hafa fengið aðgang að þjóðinni, það er fá að tilheyra „okkur“ en ekki „hinum.“ Þeir eru innlimaðir, tekið utan um þá og þeim tekið fagnandi á sama tíma og einhverjum öðrum þjóðfélagshópi er útskúfað.“ Íris nefnir Bandaríkin sem dæmi þar samkynhneigðir hafa verið teknir inn í samfélagið á sama tíma og fólk frá Mið-Austurlöndum hefur verið útmálað sem hryðjuverkamenn.Send sterk skilaboð um að Íslendingar virði mannréttindi en fólk í Rússlandi eða Lettlandi geri það ekki „Fræðimenn hafa verið að benda á að þetta er ekki bundið við Bandaríkin heldur er þetta þverþjóðleg orðræða sem nær yfir allan hinn vestræna heim. Þannig má segja að margt af því sem sagt er um Ísland sem hinsegin útópíu sé hluti af þessari þverþjóðlegu orðræðu og þar af leiðir að um leið er verið að útskúfa öðru fólki,“ segir Íris. Hún nefnir að á seinustu árum hafi það vissulega verið múslimar en þó aðallega fólk frá Austur-Evrópu. „Á seinustu árum hefur til dæmis rosalega mikið verið fjallað um mannréttindabrot gagnvart hinsegin fólki í Austur-Evrópu og með samanburðinum eru send mjög sterk skilaboð um að við á Íslandi virðum mannréttindi en fólkið í Rússlandi eða Lettlandi virði ekki mannréttindi. Þannig að þar er mjög sterk „við og hin“-retórík sem fléttast síðan saman við almenna umræðu um fólk frá Austur-Evrópu sem „hina“ og að þeir séu óeðlilegir, fjandsamlegir og hættulegir,“ segir Íris.Hinsegin fólk sem stingur á einhvern hátt í stúf býr enn við ofbeldi og hættuna á ofbeldi En er Ísland hinsegin paradís? Íris segir það fara eftir því við hvern sé talað. „Maður fer ekki að véfengja fólk sem kemur hingað og finnst þetta vera hinsegin paradís en ég veit líka um fólk sem finnst þetta langt í frá einhver paradís. Það er til dæmis mjög margt í löggjöfinni sem er ábótavant varðandi trans-og intersex fólk og svo býr hinsegin fólk sem á einhvern hátt stingur í stúf enn við ofbeldi og hættuna á ofbeldi,“ segir Íris. Erindi hennar á Hugvísindaþingi sem og önnur erindi á málstofunni munu í haust koma út í greinasafni þar sem fjallað verður um hinsegin sögu og sagnaritun á Íslandi.
Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00
Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00
Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02