Obama hvetur frambjóðendur til hófstilltrar umræðu Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2016 22:56 Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. Vísir/Getty Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað frambjóðendur í forvalinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum við því að gera út á reiði kjósenda. Þetta sagði Obama á fjáröflunarviðburði Demókrata eftir að til átaka kom á milli stuðningsmanna og mótmælenda Donalds Trump fyrir baráttufund hans í Chicago á föstudag.Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. „Það sem frambjóðendur ættu að einbeita sér að er hvernig við getum bætt hlutina. Þeir ættu að eyða minni orku í svívirðingar, barnslega stríðni og að búa til staðreyndir,“ sagði Obama og hvatti til þess að frambjóðendur létu af því að reyna að valda ósætti á milli kynþátta og trúarbragða.Donald Trump.Vísir/AFPTrump varð að hætta við baráttufundinn með stuðningsmönnum sínum í Chicago á föstudag eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og stuðningsmanna hans. Hann hélt kosningabaráttu sinni áfram í Ohio í gær þar sem leyniþjónustumenn umkringdu hann í borginni Daytona eftir að karlmaður reyndi að komast í gegnum öryggisgæsluna.Trump hefur tekið harða afstöðu gegn innflytjendum og lofað að reisa vegg við landamæri Mexíkó. Fyrr í vikunni sagði hann þá sem aðhyllast íslamstrú hata Bandaríkjamenn. Í viðtali við fréttastöðina Fox á föstudag sagðist hann ekki vera að etja stríðandi fylkingum saman. „Ég fulltrúi fólks sem býr yfir mikilli reiði. Það er töluverð reiði í báðum fylkingum.“Trump er með forystu í forvali Repúblikanaflokksins en helstu keppinautar hans, Marco Rubio og Ted Cruz, sögðu átökin á baráttufundi Trumps hafa verið sorgleg. Cruz sakaði Trump um að skapa andrúmsloft sem ýtir undir slíka hegðun. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33 Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað frambjóðendur í forvalinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum við því að gera út á reiði kjósenda. Þetta sagði Obama á fjáröflunarviðburði Demókrata eftir að til átaka kom á milli stuðningsmanna og mótmælenda Donalds Trump fyrir baráttufund hans í Chicago á föstudag.Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. „Það sem frambjóðendur ættu að einbeita sér að er hvernig við getum bætt hlutina. Þeir ættu að eyða minni orku í svívirðingar, barnslega stríðni og að búa til staðreyndir,“ sagði Obama og hvatti til þess að frambjóðendur létu af því að reyna að valda ósætti á milli kynþátta og trúarbragða.Donald Trump.Vísir/AFPTrump varð að hætta við baráttufundinn með stuðningsmönnum sínum í Chicago á föstudag eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og stuðningsmanna hans. Hann hélt kosningabaráttu sinni áfram í Ohio í gær þar sem leyniþjónustumenn umkringdu hann í borginni Daytona eftir að karlmaður reyndi að komast í gegnum öryggisgæsluna.Trump hefur tekið harða afstöðu gegn innflytjendum og lofað að reisa vegg við landamæri Mexíkó. Fyrr í vikunni sagði hann þá sem aðhyllast íslamstrú hata Bandaríkjamenn. Í viðtali við fréttastöðina Fox á föstudag sagðist hann ekki vera að etja stríðandi fylkingum saman. „Ég fulltrúi fólks sem býr yfir mikilli reiði. Það er töluverð reiði í báðum fylkingum.“Trump er með forystu í forvali Repúblikanaflokksins en helstu keppinautar hans, Marco Rubio og Ted Cruz, sögðu átökin á baráttufundi Trumps hafa verið sorgleg. Cruz sakaði Trump um að skapa andrúmsloft sem ýtir undir slíka hegðun.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33 Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33
Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30