Umferðarslys á Íslandi 2015: Aldrei jafn margir erlendir ferðamenn látist Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 10:11 Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð. Vísir/Valli Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira