Umferðarslys á Íslandi 2015: Aldrei jafn margir erlendir ferðamenn látist Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 10:11 Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð. Vísir/Valli Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira