Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Þórdís Valsdóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Breivik leiddur inn í salinn í gærmorgun. Hann heilsaði stuttu síðar með nasistakveðju. Vísir/EPA Réttarhöld í máli fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu hófust í gær. Breivik heldur því fram að sú meðferð sem hann sætir brjóti gegn tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og höfðaði af þeim sökum mál gegn norska ríkinu. Þegar fjöldamorðinginn mætti fyrir rétt í gærmorgun heilsaði hann með nasistakveðju, en sagði ekki orð. Í öryggisskyni eru réttarhöldin haldin í íþróttasal í Skien-fangelsinu, þar sem Breivik afplánar fangelsisdóm sinn. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.Skien fangelsið er staðsett rúmlega 100 kílómetra fyrir utan Ósló. Réttarhöldin eru haldin í íþróttahúsi fangelsisins í öryggisskyni. Fréttablaðið/EPADómsmálaráðherra Noregs hefur haldið því staðfastlega fram að morðinginn sæti ekki illri meðferð. Hann hefur bent á að allur aðbúnaður Breiviks sé í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og gott betur. Klefi Breiviks er rúmlega þrjátíu fermetrar og innan hans hefur hann meðal annars lærdómsaðstöðu og aðstöðu til að stunda líkamsrækt. Breivik hefur einnig aðgang að sjónvarpi og leikjatölvum, hann eldar matinn sinn sjálfur og stundar fjarnám við háskóla í Ósló. Hann hefur ekki hitt neinn utan fangelsis frá upphafi fangelsisvistar sinnar, ef frá er talinn fimm mínútna langur fundur með móður hans skömmu áður en hún dó. Breivik hefur afþakkað allar heimsóknir frá einstaklingum utan veggja fangelsisins, meðal annars frá föður sínum. Breivik er einnig ósáttur við að allur póstur hans er lesinn af fangavörðum og hann fær einungis að eyða einni klukkustund úti á dag. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Sextíu og níu af fórnarlömbum Breiviks voru ungmenni. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Marius Emberland heldur uppi vörnum fyrir norska ríkið og segir aðstæður Breiviks réttlætanlegar í ljósi þess hve alvarlega glæpi hann framdi. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Réttarhöld í máli fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu hófust í gær. Breivik heldur því fram að sú meðferð sem hann sætir brjóti gegn tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og höfðaði af þeim sökum mál gegn norska ríkinu. Þegar fjöldamorðinginn mætti fyrir rétt í gærmorgun heilsaði hann með nasistakveðju, en sagði ekki orð. Í öryggisskyni eru réttarhöldin haldin í íþróttasal í Skien-fangelsinu, þar sem Breivik afplánar fangelsisdóm sinn. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.Skien fangelsið er staðsett rúmlega 100 kílómetra fyrir utan Ósló. Réttarhöldin eru haldin í íþróttahúsi fangelsisins í öryggisskyni. Fréttablaðið/EPADómsmálaráðherra Noregs hefur haldið því staðfastlega fram að morðinginn sæti ekki illri meðferð. Hann hefur bent á að allur aðbúnaður Breiviks sé í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og gott betur. Klefi Breiviks er rúmlega þrjátíu fermetrar og innan hans hefur hann meðal annars lærdómsaðstöðu og aðstöðu til að stunda líkamsrækt. Breivik hefur einnig aðgang að sjónvarpi og leikjatölvum, hann eldar matinn sinn sjálfur og stundar fjarnám við háskóla í Ósló. Hann hefur ekki hitt neinn utan fangelsis frá upphafi fangelsisvistar sinnar, ef frá er talinn fimm mínútna langur fundur með móður hans skömmu áður en hún dó. Breivik hefur afþakkað allar heimsóknir frá einstaklingum utan veggja fangelsisins, meðal annars frá föður sínum. Breivik er einnig ósáttur við að allur póstur hans er lesinn af fangavörðum og hann fær einungis að eyða einni klukkustund úti á dag. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Sextíu og níu af fórnarlömbum Breiviks voru ungmenni. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Marius Emberland heldur uppi vörnum fyrir norska ríkið og segir aðstæður Breiviks réttlætanlegar í ljósi þess hve alvarlega glæpi hann framdi. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira