Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Þórdís Valsdóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Breivik leiddur inn í salinn í gærmorgun. Hann heilsaði stuttu síðar með nasistakveðju. Vísir/EPA Réttarhöld í máli fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu hófust í gær. Breivik heldur því fram að sú meðferð sem hann sætir brjóti gegn tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og höfðaði af þeim sökum mál gegn norska ríkinu. Þegar fjöldamorðinginn mætti fyrir rétt í gærmorgun heilsaði hann með nasistakveðju, en sagði ekki orð. Í öryggisskyni eru réttarhöldin haldin í íþróttasal í Skien-fangelsinu, þar sem Breivik afplánar fangelsisdóm sinn. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.Skien fangelsið er staðsett rúmlega 100 kílómetra fyrir utan Ósló. Réttarhöldin eru haldin í íþróttahúsi fangelsisins í öryggisskyni. Fréttablaðið/EPADómsmálaráðherra Noregs hefur haldið því staðfastlega fram að morðinginn sæti ekki illri meðferð. Hann hefur bent á að allur aðbúnaður Breiviks sé í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og gott betur. Klefi Breiviks er rúmlega þrjátíu fermetrar og innan hans hefur hann meðal annars lærdómsaðstöðu og aðstöðu til að stunda líkamsrækt. Breivik hefur einnig aðgang að sjónvarpi og leikjatölvum, hann eldar matinn sinn sjálfur og stundar fjarnám við háskóla í Ósló. Hann hefur ekki hitt neinn utan fangelsis frá upphafi fangelsisvistar sinnar, ef frá er talinn fimm mínútna langur fundur með móður hans skömmu áður en hún dó. Breivik hefur afþakkað allar heimsóknir frá einstaklingum utan veggja fangelsisins, meðal annars frá föður sínum. Breivik er einnig ósáttur við að allur póstur hans er lesinn af fangavörðum og hann fær einungis að eyða einni klukkustund úti á dag. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Sextíu og níu af fórnarlömbum Breiviks voru ungmenni. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Marius Emberland heldur uppi vörnum fyrir norska ríkið og segir aðstæður Breiviks réttlætanlegar í ljósi þess hve alvarlega glæpi hann framdi. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Réttarhöld í máli fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu hófust í gær. Breivik heldur því fram að sú meðferð sem hann sætir brjóti gegn tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og höfðaði af þeim sökum mál gegn norska ríkinu. Þegar fjöldamorðinginn mætti fyrir rétt í gærmorgun heilsaði hann með nasistakveðju, en sagði ekki orð. Í öryggisskyni eru réttarhöldin haldin í íþróttasal í Skien-fangelsinu, þar sem Breivik afplánar fangelsisdóm sinn. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.Skien fangelsið er staðsett rúmlega 100 kílómetra fyrir utan Ósló. Réttarhöldin eru haldin í íþróttahúsi fangelsisins í öryggisskyni. Fréttablaðið/EPADómsmálaráðherra Noregs hefur haldið því staðfastlega fram að morðinginn sæti ekki illri meðferð. Hann hefur bent á að allur aðbúnaður Breiviks sé í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og gott betur. Klefi Breiviks er rúmlega þrjátíu fermetrar og innan hans hefur hann meðal annars lærdómsaðstöðu og aðstöðu til að stunda líkamsrækt. Breivik hefur einnig aðgang að sjónvarpi og leikjatölvum, hann eldar matinn sinn sjálfur og stundar fjarnám við háskóla í Ósló. Hann hefur ekki hitt neinn utan fangelsis frá upphafi fangelsisvistar sinnar, ef frá er talinn fimm mínútna langur fundur með móður hans skömmu áður en hún dó. Breivik hefur afþakkað allar heimsóknir frá einstaklingum utan veggja fangelsisins, meðal annars frá föður sínum. Breivik er einnig ósáttur við að allur póstur hans er lesinn af fangavörðum og hann fær einungis að eyða einni klukkustund úti á dag. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Sextíu og níu af fórnarlömbum Breiviks voru ungmenni. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Marius Emberland heldur uppi vörnum fyrir norska ríkið og segir aðstæður Breiviks réttlætanlegar í ljósi þess hve alvarlega glæpi hann framdi. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira