Björgunaraðgerðir Landsbankans Stjórnarmaðurinn skrifar 16. mars 2016 12:00 Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira