MSN-tríóið komst allt á blað og Arsenal úr leik | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 21:30 Neymar skorar fyrir Barcelona í kvöld. vísir/getty Arsenal er úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Barcelona í seinni viðureign liðanna í Katalóníu í kvöld. Skytturnar frá Lundúnum áttu nær óvinnandi verkefni fyrir höndum eftir að tapa 2-0 á heimavelli og einvígið var í raun algjörlega búið eftir 18 mínútur þegar Neymar kom Barcelona í 1-0 eftir sendingu frá Luis Suárez. Mohamed Elneny jafnaði metin í 1-1 með fallegu marki á 51. mínútu og gaf Arsenal smá von. Sú von varð að engu þegar Luis Suárez skoraði frábært mark fyrir Barceloan á 65. mínútu en hann klippti þá boltann snilldarlega í netið. Lionel Messi innsiglaði svo 3-1 sigur Barcelona á 88. mínútu þegar hann slapp einn í gegnum vörn Arsenal og samanlagður 5-1 sigur Barcelona staðreynd. Þetta er sjötta árið í röð sem Arsenal fellur úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þetta er níunda árið í röð sem Barcelona kemst í átta liða úrslitin. Börsungar eru ríkjandi meistarar í Meistaradeildinni en síðast tókst þeim ekki að komast áfram í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar árið 2007. Arsenal er nú búið að kveðja tvær keppnir á fjórum dögum en síðastliðinn sunnudag tapaði liðið fyrir Watford í átta liða úrslitum enska bikarsins. Barcelona er með átta stiga forskot í spænsku 1. deildinni, komið í úrslit spænska Konungsbikars og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.Neymar kemur Barcelona í 1-0 (3-0): Mohamed Elneny jafnar í 1-1 (3-1). Luis Suárez kemur Barcelona í 2-1 (4-1) Lionel Messi kemur Barcelona í 3-1 (5-1): Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Sjá meira
Arsenal er úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Barcelona í seinni viðureign liðanna í Katalóníu í kvöld. Skytturnar frá Lundúnum áttu nær óvinnandi verkefni fyrir höndum eftir að tapa 2-0 á heimavelli og einvígið var í raun algjörlega búið eftir 18 mínútur þegar Neymar kom Barcelona í 1-0 eftir sendingu frá Luis Suárez. Mohamed Elneny jafnaði metin í 1-1 með fallegu marki á 51. mínútu og gaf Arsenal smá von. Sú von varð að engu þegar Luis Suárez skoraði frábært mark fyrir Barceloan á 65. mínútu en hann klippti þá boltann snilldarlega í netið. Lionel Messi innsiglaði svo 3-1 sigur Barcelona á 88. mínútu þegar hann slapp einn í gegnum vörn Arsenal og samanlagður 5-1 sigur Barcelona staðreynd. Þetta er sjötta árið í röð sem Arsenal fellur úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þetta er níunda árið í röð sem Barcelona kemst í átta liða úrslitin. Börsungar eru ríkjandi meistarar í Meistaradeildinni en síðast tókst þeim ekki að komast áfram í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar árið 2007. Arsenal er nú búið að kveðja tvær keppnir á fjórum dögum en síðastliðinn sunnudag tapaði liðið fyrir Watford í átta liða úrslitum enska bikarsins. Barcelona er með átta stiga forskot í spænsku 1. deildinni, komið í úrslit spænska Konungsbikars og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.Neymar kemur Barcelona í 1-0 (3-0): Mohamed Elneny jafnar í 1-1 (3-1). Luis Suárez kemur Barcelona í 2-1 (4-1) Lionel Messi kemur Barcelona í 3-1 (5-1):
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Sjá meira