Nýja höllin hjá Milwaukee Bucks lítur út eins og bjórtunna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 12:00 Nýja höllin í Milwaukee. Mynd/Milwaukee Bucks NBA-körfuboltaliðið Milwaukee Bucks hyggur á framkvæmdir á næstunni en á dagskrá er að byggja nýja og glæsilega íþróttahöll. Milwaukee Bucks hefur spilað í Bradley Center frá árinu 1988 en sú höll er orðin eins sú elsta í NBA-deildinni. Það eru bara Madison Square Garden hjá New York Knicks (1968) og Oracle Arena hjá Golden State Warriors (1966) sem eru eldri. Milwaukee Bucks setti teikningar af nýrri höll á Twitter en höllin, sem er í miðbæ Milwaukee, mun kosta um 500 milljónir dollara og verður væntanlega tekin í notkun í september 2018. Borgarstjórn Milwaukee hefur samþykkt að leggja til helminginn af kostnaðinum við bygginguna en eins og hjá mörgum öðrum minni borgum í Bandaríkjunum þá búa borgaryfirvöld alltaf við hættuna að missa lið í burtu. Höllin fékkst samþykkt og því verða Bucks áfram í Milwaukee. Milwaukee Bucks er ungt og spennandi lið í NBA-deildinni og þó að það gangi ekki alltof vel hjá lærsveinum Jason Kidd í vetur þá má búast við því að liðið geti gert góða hluti með meiri reynslu. Giannis Antetokounmpo (21 árs) og Jabari Parker (20 ára) eru báðir líklegir til að komast í hóp með bestu mönnum deildarinnar eftir nokkur ár og í liðinu eru margri fleiri ungir öflugir leikmenn. Þegar menn sáu hinsvegar teikningarnar af höllinni voru margir fljótir að benda á það að hún liti út eins og bjórtunna á hliðinni. Dæmi nú hver fyrir sig á myndunum hér fyrir neðan.Everything you need to know about today's new arena renderings is at https://t.co/zX3PHRHTMT pic.twitter.com/YbyWnjsLrc— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 17, 2016 .@Populous architect shares vision on #Bucks arena design w/ @JohnMercure, @erikbilstadWTMJ. https://t.co/4SBKs5ye5U pic.twitter.com/VDLziCBiL4— 620wtmj (@620wtmj) March 17, 2016 NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
NBA-körfuboltaliðið Milwaukee Bucks hyggur á framkvæmdir á næstunni en á dagskrá er að byggja nýja og glæsilega íþróttahöll. Milwaukee Bucks hefur spilað í Bradley Center frá árinu 1988 en sú höll er orðin eins sú elsta í NBA-deildinni. Það eru bara Madison Square Garden hjá New York Knicks (1968) og Oracle Arena hjá Golden State Warriors (1966) sem eru eldri. Milwaukee Bucks setti teikningar af nýrri höll á Twitter en höllin, sem er í miðbæ Milwaukee, mun kosta um 500 milljónir dollara og verður væntanlega tekin í notkun í september 2018. Borgarstjórn Milwaukee hefur samþykkt að leggja til helminginn af kostnaðinum við bygginguna en eins og hjá mörgum öðrum minni borgum í Bandaríkjunum þá búa borgaryfirvöld alltaf við hættuna að missa lið í burtu. Höllin fékkst samþykkt og því verða Bucks áfram í Milwaukee. Milwaukee Bucks er ungt og spennandi lið í NBA-deildinni og þó að það gangi ekki alltof vel hjá lærsveinum Jason Kidd í vetur þá má búast við því að liðið geti gert góða hluti með meiri reynslu. Giannis Antetokounmpo (21 árs) og Jabari Parker (20 ára) eru báðir líklegir til að komast í hóp með bestu mönnum deildarinnar eftir nokkur ár og í liðinu eru margri fleiri ungir öflugir leikmenn. Þegar menn sáu hinsvegar teikningarnar af höllinni voru margir fljótir að benda á það að hún liti út eins og bjórtunna á hliðinni. Dæmi nú hver fyrir sig á myndunum hér fyrir neðan.Everything you need to know about today's new arena renderings is at https://t.co/zX3PHRHTMT pic.twitter.com/YbyWnjsLrc— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 17, 2016 .@Populous architect shares vision on #Bucks arena design w/ @JohnMercure, @erikbilstadWTMJ. https://t.co/4SBKs5ye5U pic.twitter.com/VDLziCBiL4— 620wtmj (@620wtmj) March 17, 2016
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira