Taugaveikis-Mæja Stefán Pálsson skrifar 20. mars 2016 12:00 Mary Mellon, matselja, er enn í dag dregin fram þegar fjallað er um taugavelki Tvær skæðustu farsóttir Íslandssögunnar eru að öllum líkindum Plágan mikla sem braust út árið 1402 og Stórabóla sem skall á landsmönnum rúmum þremur öldum síðar, árið 1707. Mannfallið í faröldrunum var skelfilegt og samfélagslegu afleiðingarnar gríðarlegar. Svo merkilega vill til að í báðum tilvikum hefur koma drepsóttanna verið tengd nafngreindum einstaklingum. Gísli Bjarnason var Íslendingur sem búsettur var í Kaupmannahöfn þegar hann tók bólusótt og lést. Í kjölfarið var kista með eigum hans, þar með talið klæðnaði, send aftur til Íslands og var Stórabóla rakin til þess. Einar Herjólfsson var lánsamari – eða ólánsamari, eftir því hvernig á það er litið – því samkvæmt heimildum barst Plágan mikla til landsins með skipi hans, líklega frá Englandi. Annaðhvort hefur Einar sjálfur sloppið við smit eða verið í hópi þeirra sem lifðu sjúkdóminn af, í það minnsta sögðu annálar frá Rómargöngu hans fáeinum árum síðar og drápi hans í Vestur-Landeyjum árið 1412 – ef til vill af völdum einhvers sem kenndi sæfaranum um hörmungarnar? Margt við sögurnar af þeim Gísla og Einari er með ólíkindablæ og því varasamt að taka þær of alvarlega. Skilningur fólks fyrr á öldum á smitleiðum sjúkdóma var takmarkaður, en á sama hátt þarf ekki að koma á óvart þótt almenningur vildi finna blóraböggul. Eftir stendur að varla er hægt að hugsa sér ömurlegri örlög en að verða holdgervingur hræðilegs sjúkdóms og rata þannig í sögubækur lönguSótt þeirra fátæku Taugaveiki er háskalegur smitsjúkdómur sem berst með sýklum í vatni og matvælum. Hún er landlæg víða í þriðja heiminum, einkum í Afríku sunnan Sahara, á Indlandi og í Suðaustur-Asíu. Í Evrópu og Norður-Ameríku hefur hún einkum tengst takmarkaðri hreinlætisaðstöðu og miklu þéttbýli, til að mynda í fátækrahverfum stórborga á tímum iðnbyltingarinnar eða á stríðstímum. Þannig kostaði taugaveiki gríðarlegan fjölda hermanna lífið eða heilsuna í skotgrafahernaði fyrri heimsstyrjaldar og gat haft veruleg áhrif á gang hernaðarins. Fáir sjúkdómar hafa drepið jafn marga í gegnum tíðina og taugaveiki. Sumir fræðimenn hallast að því að einhver kunnasta farsótt sögunnar, plágan í Aþenu árið 430 f.Kr. sem dró þriðjung íbúanna til dauða sem og leiðtogann Períkles, hafi verið taugaveikifaraldur. Í því ljósi er enn nöturlegra að Mary Mallon sitji ein uppi með svartapétur. Mary Mallon fæddist árið 1869 í þorpinu Cookstown, sem í dag er hluti Norður-Írlands. Langt leiddir knattspyrnunirðir tengja þorpið e.t.v. helst við gamla Newcastle og Fulham-varnarjaxlinn Aaron Hughes og bókmenntafólk kveikir á því að þar skrifaði Jonathan Swift handritið að sögunni um Ferðir Gúllívers á fyrri hluta átjándu aldar. Fimmtán ára gömul fluttist Mary til Bandaríkjanna og hóf fljótlega að vinna fyrir sér sem kokkur. Hún var snjöll á sínu sviði og starfaði einkum fyrir efnafólk. Á árunum 1900 til 1907 vann Mary fyrir fjölda fólks víðs vegar í New York-ríki. Hún stoppaði stutt á hverjum stað, sem var í sjálfu sér ekkert óvenjulegt á tímum þar sem atvinnuöryggi fólks í þjónustustörfum var lítið. Þegar horft var til baka kom í ljós að á allnokkrum þessara heimila höfðu íbúar veikst vegna einhvers konar matareitrunar. Ómögulegt er að segja til um hvort Mary áttaði sig sjálf á samhenginu.Ráðgátan við Ostruflóa Árið 1906 starfaði Mary um skeið í Ostruflóa, sem var vinsæll sumardvalarstaður ríka og fína fólksins í New York. Teddy Roosevelt Bandaríkjaforseti átti þar heimili, auk annarra fyrirmenna. Vellríkur bankamaður, Charles Henry Warren að nafni, ætlaði að njóta sumarsins í bænum ásamt konu sinni og börnum, þegar sex fjölskyldumeðlimir veiktust. Læknar greindu ástæðuna taugaveiki. Þar sem taugaveiki var á þessum árum í hugum flestra bundin við ömurleg fátækrahverfi og sjúkdómur lágstétta, voru tíðindin reiðarslag fyrir eiganda hússins þar sem Warren-fjölskyldan dvaldist. Leigusalinn óttaðist að enginn fengist til að leigja sumarhúsið aftur nema skýring fengist á sóttinni. Hann leitaði því til „heilsuspæjara“, verkfræðingsins og heilbrigðisfulltrúans Georges Soper. Soper gekk vasklega til verks og rannsakaði húsið hátt og lágt, allt frá vatnslögnum til gróðursins í garðinum. Að lokum bárust böndin að Mary Mallon eða öllu heldur að ferskjuís sem hún hafði framreitt fyrir fjölskylduna. Í kjölfarið var Mary handtekin og neydd í ítarlega læknisskoðun. Niðurstöðurnar komu verulega á óvart. Mary reyndist bera sjúkdóminn, þrátt fyrir að hafa aldrei kennt sér meins. Hún var með öðrum orðum einkennalaus smitberi, fyrirbæri sem er í dag velþekkt í læknisfræðinni en var óþekkt fram að þessu. Heilbrigðisyfirvöld létu því setja hana í einangrun í kofaskrifli með engan annan félagsskap en einn hund næstu misserin.Fjölmiðlafár Fjölmiðlar drukku í sig fréttirnar af írska smitberanum, sem fljótlega fékk viðurnefnið Taugaveikis-Mæja (Typhoid Mary). Fátt selur dagblöð eins og ótti við hið óþekkta og hvað var skuggalegra en sakleysislegur innflytjandi sem skildi eftir sig slóð farsótta og tortímingar? Taugaveikis-Mæja brást illa við athyglinni og málatilbúnaðinum. Hún trúði aldrei greiningu læknanna og var sannfærð um að verið væri að skella á hana skuldinni að ósekju. Þá bætti ekki úr skák að hún hafði enga trú á þeirri kenningu að handþvottur skipti máli til að verjast bakteríum. Hún mótmælti harðlega frelsissviptingunni og barðist fyrir dómstólum. Enginn veit hvernig efnalítill kokkur gat greitt laun lögfræðinga sinna og er því talið fullvíst að blaðakóngurinn Randolph Hearst hafi borgað reikninginn, enda Taugaveikis-Mæja prýðileg uppspretta frétta fyrir fjölmiðlaveldi hans. Eftir mikið stapp féllust yfirvöld á að sleppa Taugaveikis-Mæju lausri árið 1910, gegn loforði um að hún sneri baki við eldamennsku. Hún breytti nafni sínu í Mary Brown og gerðist þvottakona. Þvottastarfið var hins vegar gríðarlega erfitt en á sama tíma einhver verst launaða vinna sem í boði var. Freistingin að leita aftur í kokkastarfið var því of mikil til lengdar. Árið 1915 braust út taugaveikifaraldur á sjúkrahúsi í New York, sem kostaði tvo sjúklinga lífið. Taugaveikis-Mæja, sem unnið hafði í eldhúsi spítalans, lét sig þegar hverfa en lögreglan hafði uppi á henni. Í þetta sinn var enga miskunn að fá hjá yfirvöldum og næstu tvo áratugina mátti Mary Mallon dúsa í einangrun á lítilli sjúkrahússeyju í samfélagi fólks sem dæmt hafði verið í sóttkví af ýmsum ástæðum.Fræg að endemum Taugaveikis-Mæja lést árið 1938 og var þá löngu orðin þjóðþekkt í Bandaríkjunum. Nafn hennar varð að hugtaki sem vísaði til allra leyndra smitbera. Myndir af henni og teikningar voru notaðar í auglýsingar þar sem hvatt var til hreinlætis og varkárni í meðhöndlun matvæla. Fjölmiðlar héldu áfram að gera sér mat úr sögu hennar og reyndu að grafa upp fleiri fórnarlömb úr fortíðinni og draga upp mynd af kaldrifjuðum morðingja. Aldrei tókst þó að tengja nema þrjú dauðsföll við eldamennsku Taugaveikis-Mæju, sem er í litlu samræmi við þá ógn sem nafni hennar er tengd. Þannig eru ekki nema fáein ár síðan gerð var um hana sjónvarpsmynd sem bar þann æsilega titil: „Háskalegasta konan í Bandaríkjunum“ (The Most Dangerous Woman in America). Ýmsir aðrir smitberar taugaveiki kostuðu fleiri mannslíf, en eru þó öllum gleymdir í sögunni. En svona er nú lífið ósanngjarnt. Spyrjið bara þá Gísla Bjarnason og Einar Herjólfsson. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tvær skæðustu farsóttir Íslandssögunnar eru að öllum líkindum Plágan mikla sem braust út árið 1402 og Stórabóla sem skall á landsmönnum rúmum þremur öldum síðar, árið 1707. Mannfallið í faröldrunum var skelfilegt og samfélagslegu afleiðingarnar gríðarlegar. Svo merkilega vill til að í báðum tilvikum hefur koma drepsóttanna verið tengd nafngreindum einstaklingum. Gísli Bjarnason var Íslendingur sem búsettur var í Kaupmannahöfn þegar hann tók bólusótt og lést. Í kjölfarið var kista með eigum hans, þar með talið klæðnaði, send aftur til Íslands og var Stórabóla rakin til þess. Einar Herjólfsson var lánsamari – eða ólánsamari, eftir því hvernig á það er litið – því samkvæmt heimildum barst Plágan mikla til landsins með skipi hans, líklega frá Englandi. Annaðhvort hefur Einar sjálfur sloppið við smit eða verið í hópi þeirra sem lifðu sjúkdóminn af, í það minnsta sögðu annálar frá Rómargöngu hans fáeinum árum síðar og drápi hans í Vestur-Landeyjum árið 1412 – ef til vill af völdum einhvers sem kenndi sæfaranum um hörmungarnar? Margt við sögurnar af þeim Gísla og Einari er með ólíkindablæ og því varasamt að taka þær of alvarlega. Skilningur fólks fyrr á öldum á smitleiðum sjúkdóma var takmarkaður, en á sama hátt þarf ekki að koma á óvart þótt almenningur vildi finna blóraböggul. Eftir stendur að varla er hægt að hugsa sér ömurlegri örlög en að verða holdgervingur hræðilegs sjúkdóms og rata þannig í sögubækur lönguSótt þeirra fátæku Taugaveiki er háskalegur smitsjúkdómur sem berst með sýklum í vatni og matvælum. Hún er landlæg víða í þriðja heiminum, einkum í Afríku sunnan Sahara, á Indlandi og í Suðaustur-Asíu. Í Evrópu og Norður-Ameríku hefur hún einkum tengst takmarkaðri hreinlætisaðstöðu og miklu þéttbýli, til að mynda í fátækrahverfum stórborga á tímum iðnbyltingarinnar eða á stríðstímum. Þannig kostaði taugaveiki gríðarlegan fjölda hermanna lífið eða heilsuna í skotgrafahernaði fyrri heimsstyrjaldar og gat haft veruleg áhrif á gang hernaðarins. Fáir sjúkdómar hafa drepið jafn marga í gegnum tíðina og taugaveiki. Sumir fræðimenn hallast að því að einhver kunnasta farsótt sögunnar, plágan í Aþenu árið 430 f.Kr. sem dró þriðjung íbúanna til dauða sem og leiðtogann Períkles, hafi verið taugaveikifaraldur. Í því ljósi er enn nöturlegra að Mary Mallon sitji ein uppi með svartapétur. Mary Mallon fæddist árið 1869 í þorpinu Cookstown, sem í dag er hluti Norður-Írlands. Langt leiddir knattspyrnunirðir tengja þorpið e.t.v. helst við gamla Newcastle og Fulham-varnarjaxlinn Aaron Hughes og bókmenntafólk kveikir á því að þar skrifaði Jonathan Swift handritið að sögunni um Ferðir Gúllívers á fyrri hluta átjándu aldar. Fimmtán ára gömul fluttist Mary til Bandaríkjanna og hóf fljótlega að vinna fyrir sér sem kokkur. Hún var snjöll á sínu sviði og starfaði einkum fyrir efnafólk. Á árunum 1900 til 1907 vann Mary fyrir fjölda fólks víðs vegar í New York-ríki. Hún stoppaði stutt á hverjum stað, sem var í sjálfu sér ekkert óvenjulegt á tímum þar sem atvinnuöryggi fólks í þjónustustörfum var lítið. Þegar horft var til baka kom í ljós að á allnokkrum þessara heimila höfðu íbúar veikst vegna einhvers konar matareitrunar. Ómögulegt er að segja til um hvort Mary áttaði sig sjálf á samhenginu.Ráðgátan við Ostruflóa Árið 1906 starfaði Mary um skeið í Ostruflóa, sem var vinsæll sumardvalarstaður ríka og fína fólksins í New York. Teddy Roosevelt Bandaríkjaforseti átti þar heimili, auk annarra fyrirmenna. Vellríkur bankamaður, Charles Henry Warren að nafni, ætlaði að njóta sumarsins í bænum ásamt konu sinni og börnum, þegar sex fjölskyldumeðlimir veiktust. Læknar greindu ástæðuna taugaveiki. Þar sem taugaveiki var á þessum árum í hugum flestra bundin við ömurleg fátækrahverfi og sjúkdómur lágstétta, voru tíðindin reiðarslag fyrir eiganda hússins þar sem Warren-fjölskyldan dvaldist. Leigusalinn óttaðist að enginn fengist til að leigja sumarhúsið aftur nema skýring fengist á sóttinni. Hann leitaði því til „heilsuspæjara“, verkfræðingsins og heilbrigðisfulltrúans Georges Soper. Soper gekk vasklega til verks og rannsakaði húsið hátt og lágt, allt frá vatnslögnum til gróðursins í garðinum. Að lokum bárust böndin að Mary Mallon eða öllu heldur að ferskjuís sem hún hafði framreitt fyrir fjölskylduna. Í kjölfarið var Mary handtekin og neydd í ítarlega læknisskoðun. Niðurstöðurnar komu verulega á óvart. Mary reyndist bera sjúkdóminn, þrátt fyrir að hafa aldrei kennt sér meins. Hún var með öðrum orðum einkennalaus smitberi, fyrirbæri sem er í dag velþekkt í læknisfræðinni en var óþekkt fram að þessu. Heilbrigðisyfirvöld létu því setja hana í einangrun í kofaskrifli með engan annan félagsskap en einn hund næstu misserin.Fjölmiðlafár Fjölmiðlar drukku í sig fréttirnar af írska smitberanum, sem fljótlega fékk viðurnefnið Taugaveikis-Mæja (Typhoid Mary). Fátt selur dagblöð eins og ótti við hið óþekkta og hvað var skuggalegra en sakleysislegur innflytjandi sem skildi eftir sig slóð farsótta og tortímingar? Taugaveikis-Mæja brást illa við athyglinni og málatilbúnaðinum. Hún trúði aldrei greiningu læknanna og var sannfærð um að verið væri að skella á hana skuldinni að ósekju. Þá bætti ekki úr skák að hún hafði enga trú á þeirri kenningu að handþvottur skipti máli til að verjast bakteríum. Hún mótmælti harðlega frelsissviptingunni og barðist fyrir dómstólum. Enginn veit hvernig efnalítill kokkur gat greitt laun lögfræðinga sinna og er því talið fullvíst að blaðakóngurinn Randolph Hearst hafi borgað reikninginn, enda Taugaveikis-Mæja prýðileg uppspretta frétta fyrir fjölmiðlaveldi hans. Eftir mikið stapp féllust yfirvöld á að sleppa Taugaveikis-Mæju lausri árið 1910, gegn loforði um að hún sneri baki við eldamennsku. Hún breytti nafni sínu í Mary Brown og gerðist þvottakona. Þvottastarfið var hins vegar gríðarlega erfitt en á sama tíma einhver verst launaða vinna sem í boði var. Freistingin að leita aftur í kokkastarfið var því of mikil til lengdar. Árið 1915 braust út taugaveikifaraldur á sjúkrahúsi í New York, sem kostaði tvo sjúklinga lífið. Taugaveikis-Mæja, sem unnið hafði í eldhúsi spítalans, lét sig þegar hverfa en lögreglan hafði uppi á henni. Í þetta sinn var enga miskunn að fá hjá yfirvöldum og næstu tvo áratugina mátti Mary Mallon dúsa í einangrun á lítilli sjúkrahússeyju í samfélagi fólks sem dæmt hafði verið í sóttkví af ýmsum ástæðum.Fræg að endemum Taugaveikis-Mæja lést árið 1938 og var þá löngu orðin þjóðþekkt í Bandaríkjunum. Nafn hennar varð að hugtaki sem vísaði til allra leyndra smitbera. Myndir af henni og teikningar voru notaðar í auglýsingar þar sem hvatt var til hreinlætis og varkárni í meðhöndlun matvæla. Fjölmiðlar héldu áfram að gera sér mat úr sögu hennar og reyndu að grafa upp fleiri fórnarlömb úr fortíðinni og draga upp mynd af kaldrifjuðum morðingja. Aldrei tókst þó að tengja nema þrjú dauðsföll við eldamennsku Taugaveikis-Mæju, sem er í litlu samræmi við þá ógn sem nafni hennar er tengd. Þannig eru ekki nema fáein ár síðan gerð var um hana sjónvarpsmynd sem bar þann æsilega titil: „Háskalegasta konan í Bandaríkjunum“ (The Most Dangerous Woman in America). Ýmsir aðrir smitberar taugaveiki kostuðu fleiri mannslíf, en eru þó öllum gleymdir í sögunni. En svona er nú lífið ósanngjarnt. Spyrjið bara þá Gísla Bjarnason og Einar Herjólfsson. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira