Frakkar rýma búðir flóttafólks í Calais við Ermarsundsgöngin Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. mars 2016 07:00 Sumir íbúar tjaldbúðanna höfðu komið sér fyrir ofan á bráðabirgðaskýlum sínum þegar lögreglan mætti til leiks í gær. Visir/EPA Franska lögreglan hófst snemma í gærmorgun handa við að rýma að hluta flóttamannabúðirnar í Calais, skammt frá mynni Ermarsundsganganna. Á mánudaginn hafði lögreglan fjarlægt hluta búðanna. Búðir flóttafólks hafa verið verið á ýmsum stöðum í Calais eða næsta nágrenni í nærri tvo áratugi. Þær hafa áður verið rýmdar, en jafnan risið annars staðar áður en langt um líður. Flóttafólkið hefur safnast saman í Calais í von um að komast inn í Ermarsundsgöngin og yfir til Bretlands. Erfitt er að komast inn á afgirt svæðið umhverfis innganginn að Ermarsundsgöngunum, en margir reyna að komast inn á svæðið og í gegnum göngin með flutningabílum, og sitja um slíka bíla í von um að geta komist óséðir um borð. Þá taka smyglarar fé af flóttafólkinu fyrir að koma því yfir til Englands. Lögreglan hefur mætt harðri mótstöðu frá flóttafólkinu. Átök hafa brotist út og lögreglan hefur óspart beitt táragasi. Nokkrir hafa verið handteknir. Þúsundir flóttamanna hafa dvalið í búðunum undanfarið, flestir frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Afganistan. Þeir dveljast þar í bráðabirgðaskýlum af ýmsu tagi, sumir í upphituðum gámum, aðrir í tjöldum. Á mánudaginn voru um það bil hundrað hreysi rifin niður. Eldar kviknuðu í nokkrum þeirra. Bretar hafa jafnan krafist þess að frönsk stjórnvöld héldu aftur af flóttafólki, sem vill komast yfir til Bretlands. Þá hafa Bretar fjármagnað margvíslegar öryggisráðstafanir og girðingar við inngang ganganna hjá Calais. Flóttafólkið sækist eftir því að komast til Englands til að sækja þar um hæli frekar en að sækja um hæli í Frakklandi eða öðrum löndum sunnar í Evrópu. Margir þeirra, sem komnir eru til Calais, eiga ættingja í Bretlandi og vilja þess vegna komast þangað. Stjórnvöld í Frakklandi segja að enginn verði fluttur nauðugur frá búðunum í Calais, heldur sé flóttafólkinu boðið upp á ýmsa möguleika. Það muni taka nokkrar vikur að finna lausn á því. Á morgun ætla þeir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og François Hollande Frakklandsforseti að hittast til að ræða málefni flóttafólks og farandfólks. Flóttamenn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Franska lögreglan hófst snemma í gærmorgun handa við að rýma að hluta flóttamannabúðirnar í Calais, skammt frá mynni Ermarsundsganganna. Á mánudaginn hafði lögreglan fjarlægt hluta búðanna. Búðir flóttafólks hafa verið verið á ýmsum stöðum í Calais eða næsta nágrenni í nærri tvo áratugi. Þær hafa áður verið rýmdar, en jafnan risið annars staðar áður en langt um líður. Flóttafólkið hefur safnast saman í Calais í von um að komast inn í Ermarsundsgöngin og yfir til Bretlands. Erfitt er að komast inn á afgirt svæðið umhverfis innganginn að Ermarsundsgöngunum, en margir reyna að komast inn á svæðið og í gegnum göngin með flutningabílum, og sitja um slíka bíla í von um að geta komist óséðir um borð. Þá taka smyglarar fé af flóttafólkinu fyrir að koma því yfir til Englands. Lögreglan hefur mætt harðri mótstöðu frá flóttafólkinu. Átök hafa brotist út og lögreglan hefur óspart beitt táragasi. Nokkrir hafa verið handteknir. Þúsundir flóttamanna hafa dvalið í búðunum undanfarið, flestir frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Afganistan. Þeir dveljast þar í bráðabirgðaskýlum af ýmsu tagi, sumir í upphituðum gámum, aðrir í tjöldum. Á mánudaginn voru um það bil hundrað hreysi rifin niður. Eldar kviknuðu í nokkrum þeirra. Bretar hafa jafnan krafist þess að frönsk stjórnvöld héldu aftur af flóttafólki, sem vill komast yfir til Bretlands. Þá hafa Bretar fjármagnað margvíslegar öryggisráðstafanir og girðingar við inngang ganganna hjá Calais. Flóttafólkið sækist eftir því að komast til Englands til að sækja þar um hæli frekar en að sækja um hæli í Frakklandi eða öðrum löndum sunnar í Evrópu. Margir þeirra, sem komnir eru til Calais, eiga ættingja í Bretlandi og vilja þess vegna komast þangað. Stjórnvöld í Frakklandi segja að enginn verði fluttur nauðugur frá búðunum í Calais, heldur sé flóttafólkinu boðið upp á ýmsa möguleika. Það muni taka nokkrar vikur að finna lausn á því. Á morgun ætla þeir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og François Hollande Frakklandsforseti að hittast til að ræða málefni flóttafólks og farandfólks.
Flóttamenn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira