Við erum alltaf á vakt sama hvar við erum staddir Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 2. mars 2016 10:00 Haukur Heiðar, nýútskrifaður heimilislæknir, hvetur unga lækna til að horfa til sérnáms í heimilislækningum vísir/Ernir Ég hef einu sinni lent í því þegar ég var að fara upp á svið á 17. júní að kallað var eftir lækni þar sem lítill strákur slasaðist í hoppukastala, ég þurfti að líta á hann áður en ég fór upp á svið. Við erum alltaf á vakt alveg sama hvar við erum staddir,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, læknir og söngvari í hljómsveitinni Diktu, aðspurður hvort hann hafi þurft að rjúka til og bjarga mannslífum þegar hann er að spila með hljómsveit sinni Diktu. Haukur Heiðar lauk sinni síðustu vakt á Landspítalanum sem sérnámslæknir í heimilislækningum í vikunni og við taka nýir og spennandi tímar. „Ég var að ljúka sérnámi og klára síðustu vaktina mína á Landspítalanum, þar og á heilsugæslunni hef ég unnið sem sérnámslæknir í heimilislækningum undanfarin ár. Núna er ég að fara sækja formlega um sérfræðiréttindi í heimilislækningum og kem til með að vinna á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði,“ segir Haukur Heiðar, nýútskrifaður heimilislæknir. Faðir Hauks Heiðars er einnig heimilislæknir og mikill tónlistarmaður sem hefur gefið út fjölda hljómplatna en hann er þekktastur fyrir að spila um áratugaskeið með Ómari Ragnarssyni á skemmtunum um land allt. „Pabbi minn er læknir og móðir mín hjúkrunarfræðingur svo það má segja að ég hafi alist upp í þessu umhverfi. Ég hef alltaf haft áhuga á mannslíkamanum og komst að því þegar ég var í menntaskóla að þetta þótti mér skemmtilegast að læra og var staðráðinn í því að verða læknir og tónlistarmaður,“ segir Haukur Heiðar. Haukur Heiðar hefur heldur betur haft í nógu að snúast síðastliðin ár en ásamt því að læra læknisfræði er hann eins og áður segir söngvari hljómsveitarinnar Diktu sem nýverið gaf út plötuna Easy Street. Dikta er ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands og skaust hratt og örugglega upp á stjörnuhimininn árið 2009. „Þetta hefur verið ansi skrautlegt en ég hef fengið mikinn skilning frá bæði fjölskyldu og samstarfsfélögum, ég hef þurft að færa til vaktir og það hefur alltaf verið góður skilningur á því. Þetta er það sem ég hef verið að gera síðustu árin, það tekur tíma að mennta sig sem heimilislæknir, maður byrjar á að taka grunnlæknisfræði sem tekur sex ár, og þá tekur við eitt ár þar sem þú vinnur á sjúkrahúsi sem kandídat, eftir það getur þú kallað þig lækni. Svo tekur við sérnám fyrir þá sem kjósa að fara í slíkt. Ég valdi mér heimilislæknisfræði en það tekur fjögur og hálft ár að klára hana,“ segir Haukur Heiðar. Undanfarna mánuði hefur Haukur Heiðar unnið á bráðamóttöku Landspítalans, þar sem ástandið hefur verið slæmt og álagið gífurlegt „Seinustu fjóra mánuði hef ég unnið á bráðamóttökunni og það er algjörlega út í hött hvað þar er mikið álag. Það er ekki að ástæðulausu að fjallað er um álagið í fjölmiðlum. Þetta er raunveruleikinn. Það þarf að byggja upp heilsugæsluna á Íslandi því það á að vera fyrsti staðurinn sem sjúklingar eiga að leita til. Ástandið í dag er að mörgu leyti komið til vegna þess að heilsugæslan hefur verið undirmönnuð og svelt í mörg ár,“ segir Haukur Heiðar og hvetur unga læknanema til að horfa til heilsugæslunnar þegar þeir hugsa til sérnáms. Fram undan eru nýir tímar þar sem Haukur tekur á móti sjúklingum á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði ásamt því að ferðast um heiminn með hljómsveit sinni. „Það eru spennandi tímar fram undan á öllum vígstöðvum, við erum með nýtt lag og myndband á leiðinni í spilun, svo erum við að fara til Noregs að spila. Ásamt þessu vinn ég á Sólvangi og held áfram að sinna FH í fótbolta sem þeirra læknir og fer með þeim í forkeppni Meistaradeildarinnar í sumar,“ segir Haukur Heiðar fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Lífið Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Ég hef einu sinni lent í því þegar ég var að fara upp á svið á 17. júní að kallað var eftir lækni þar sem lítill strákur slasaðist í hoppukastala, ég þurfti að líta á hann áður en ég fór upp á svið. Við erum alltaf á vakt alveg sama hvar við erum staddir,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, læknir og söngvari í hljómsveitinni Diktu, aðspurður hvort hann hafi þurft að rjúka til og bjarga mannslífum þegar hann er að spila með hljómsveit sinni Diktu. Haukur Heiðar lauk sinni síðustu vakt á Landspítalanum sem sérnámslæknir í heimilislækningum í vikunni og við taka nýir og spennandi tímar. „Ég var að ljúka sérnámi og klára síðustu vaktina mína á Landspítalanum, þar og á heilsugæslunni hef ég unnið sem sérnámslæknir í heimilislækningum undanfarin ár. Núna er ég að fara sækja formlega um sérfræðiréttindi í heimilislækningum og kem til með að vinna á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði,“ segir Haukur Heiðar, nýútskrifaður heimilislæknir. Faðir Hauks Heiðars er einnig heimilislæknir og mikill tónlistarmaður sem hefur gefið út fjölda hljómplatna en hann er þekktastur fyrir að spila um áratugaskeið með Ómari Ragnarssyni á skemmtunum um land allt. „Pabbi minn er læknir og móðir mín hjúkrunarfræðingur svo það má segja að ég hafi alist upp í þessu umhverfi. Ég hef alltaf haft áhuga á mannslíkamanum og komst að því þegar ég var í menntaskóla að þetta þótti mér skemmtilegast að læra og var staðráðinn í því að verða læknir og tónlistarmaður,“ segir Haukur Heiðar. Haukur Heiðar hefur heldur betur haft í nógu að snúast síðastliðin ár en ásamt því að læra læknisfræði er hann eins og áður segir söngvari hljómsveitarinnar Diktu sem nýverið gaf út plötuna Easy Street. Dikta er ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands og skaust hratt og örugglega upp á stjörnuhimininn árið 2009. „Þetta hefur verið ansi skrautlegt en ég hef fengið mikinn skilning frá bæði fjölskyldu og samstarfsfélögum, ég hef þurft að færa til vaktir og það hefur alltaf verið góður skilningur á því. Þetta er það sem ég hef verið að gera síðustu árin, það tekur tíma að mennta sig sem heimilislæknir, maður byrjar á að taka grunnlæknisfræði sem tekur sex ár, og þá tekur við eitt ár þar sem þú vinnur á sjúkrahúsi sem kandídat, eftir það getur þú kallað þig lækni. Svo tekur við sérnám fyrir þá sem kjósa að fara í slíkt. Ég valdi mér heimilislæknisfræði en það tekur fjögur og hálft ár að klára hana,“ segir Haukur Heiðar. Undanfarna mánuði hefur Haukur Heiðar unnið á bráðamóttöku Landspítalans, þar sem ástandið hefur verið slæmt og álagið gífurlegt „Seinustu fjóra mánuði hef ég unnið á bráðamóttökunni og það er algjörlega út í hött hvað þar er mikið álag. Það er ekki að ástæðulausu að fjallað er um álagið í fjölmiðlum. Þetta er raunveruleikinn. Það þarf að byggja upp heilsugæsluna á Íslandi því það á að vera fyrsti staðurinn sem sjúklingar eiga að leita til. Ástandið í dag er að mörgu leyti komið til vegna þess að heilsugæslan hefur verið undirmönnuð og svelt í mörg ár,“ segir Haukur Heiðar og hvetur unga læknanema til að horfa til heilsugæslunnar þegar þeir hugsa til sérnáms. Fram undan eru nýir tímar þar sem Haukur tekur á móti sjúklingum á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði ásamt því að ferðast um heiminn með hljómsveit sinni. „Það eru spennandi tímar fram undan á öllum vígstöðvum, við erum með nýtt lag og myndband á leiðinni í spilun, svo erum við að fara til Noregs að spila. Ásamt þessu vinn ég á Sólvangi og held áfram að sinna FH í fótbolta sem þeirra læknir og fer með þeim í forkeppni Meistaradeildarinnar í sumar,“ segir Haukur Heiðar fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum.
Lífið Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira