Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. mars 2016 09:08 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands en forsetakosningar verða þann 25. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Katrín í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í Stundinni sem kom út í dag. Katrín hefur notið mikils fylgis í ýmsum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um stuðning þjóðarinnar við mögulega frambjóðendur en í byrjun janúar var Katrín til að mynda sú sem flestir lesendur Vísis vildu sjá sem forseta. Fimmtán þúsund lesendur Vísis tóku þátt í könnuninni og hlaut Katrín 2973 atkvæði, eða um tuttugu prósent. Í kjölfarið á þeirri könnun sagðist Katrín ekki hafa það í hyggju að fara fram en annað er uppi á teningnum nú. Hún ítrekar þó í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort hún fari fram. „Nei, í raun og veru ekki,“ segir Katrín. Hún segist hafa fengið margar áskoranir og niðurstöður kannana hafi einnig gefið tilefni til að velta málunum fyrir sér. „Það er bara eðlilegt að maður velti svona hlutum fyrir sér, annað væri ekki mannlegt,“ segir Katrín sem ætlar að gefa sér tíma til að hugsa málið. Þó ekki langan tíma. Hún reikni með að tilkynna um ákvörðun sína fljótlega, bæði sín vegna og annarra. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02 Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30 Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands en forsetakosningar verða þann 25. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Katrín í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í Stundinni sem kom út í dag. Katrín hefur notið mikils fylgis í ýmsum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um stuðning þjóðarinnar við mögulega frambjóðendur en í byrjun janúar var Katrín til að mynda sú sem flestir lesendur Vísis vildu sjá sem forseta. Fimmtán þúsund lesendur Vísis tóku þátt í könnuninni og hlaut Katrín 2973 atkvæði, eða um tuttugu prósent. Í kjölfarið á þeirri könnun sagðist Katrín ekki hafa það í hyggju að fara fram en annað er uppi á teningnum nú. Hún ítrekar þó í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort hún fari fram. „Nei, í raun og veru ekki,“ segir Katrín. Hún segist hafa fengið margar áskoranir og niðurstöður kannana hafi einnig gefið tilefni til að velta málunum fyrir sér. „Það er bara eðlilegt að maður velti svona hlutum fyrir sér, annað væri ekki mannlegt,“ segir Katrín sem ætlar að gefa sér tíma til að hugsa málið. Þó ekki langan tíma. Hún reikni með að tilkynna um ákvörðun sína fljótlega, bæði sín vegna og annarra.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02 Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30 Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02
Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30
Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09