Hvað borgar þú bankanum þínum í gjöld fyrir þjónustu? Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 09:22 Kortum og viðskiptum við viðskiptabankana þrjá fylgir ýmis kostnaður og gjöld. Fréttablaðið tók saman helstu gjöld sem fylgja debet- og kreditkortum hér á landi, en tölurnar eru byggðar á núverandi verðskrám bankanna sem má finna á heimasíðum þeirra.Gjald er greitt fyrir að nota greiðslukort erlendis. Fréttablaðið/StefánMikilvægt er að neytendur átti sig á þeim gjöldum og kostnaði sem geta fylgt þessari þjónustu. Sér í lagi nýleg gjöld. Á síðasta ári fóru bankar til að mynda í fyrsta sinn að rukka gjald fyrir úttekt annarra í hraðbanka en viðskiptavina. Ýmis gjöld hafa einnig hækkað milli ára. Árgjöld debetkorta hafa hækkað milli ára hjá öllum bönkunum og eru þau lægst hjá Landsbankanum. Ódýrast virðist jafnframt að nota debetkort hjá Landsbankanum. Ódýrast virðist hins vegar vera að nota VISA-kreditkort frá Arion banka, en MasterCard frá Landsbankanum. Sjá einnig:Fyrir hvað er bankinn að rukka þig? Þó ber að hafa í huga að hjá öllum bönkunum fá viðskiptavinir með vildarkjör afslátt af árgjaldi og fríar debetkortafærslur upp að ákveðnum fjölda. Samanburður milli bankanna er auk þess ekki alltaf einfaldur þar sem nöfn og skilmálar geta verið ólíkir fyrir svipaða þjónustu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir brýnt að neytendur fylgist vel með gjöldum bankanna og sýni þeim aðhald. „Bankarnir eru með þessar upplýsingar inni á sínum heimasíðum, þannig að þeir neytendur sem vilja skoða þetta þeir geta það. Þessi gjöld eru mjög fjölþætt. Að sjálfsögðu eiga neytendur að fylgjast vel með þessu,“ segir Jóhannes.Gjald er nú sett á úttekt úr hraðbanka hjá þeim sem eru ekki viðskiptavinir bankans. Fréttablaðið/StefánHann segir að neytendur þurfi að vera vakandi í öllum viðskiptum. Ef þeir eru ósáttir eigi þeir að koma þeim skilaboðum til skila. „Ef að neytanda blöskra gjöldin, þá er ekkert að því að þeir hreinlega mótmæli. Til dæmis þegar verið er að taka upp ný gjöld geta þeir mótmælt formlega með því að senda sínum viðskiptabanka bréf. Þannig gætu neytendur sýnt aðhald. Á fákeppnismarkaði er enn frekari þörf á að sýna það," segir Jóhannes Gunnarsson. Uppfært 04.03: Í fyrri útgáfu af þessari frétt stóð að úttekt í hraðbanka Íslandsbanka fyrir aðra en viðskiptavini bankans kostaði 375 krónur, hið rétta er að það er 165 krónur. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Flóknar verðskrár gera neytendum erfitt að bera saman kjör bankanna „Gjöld fyrir sömu þjónustu bera mismunandi nöfn og skilmálar geta verið ólíkir,“ segir í skýrslu Neytendasamtakanna. 16. febrúar 2015 07:00 Segir að bankarnir ofrukki neytendur Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. 18. janúar 2015 19:01 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Kortum og viðskiptum við viðskiptabankana þrjá fylgir ýmis kostnaður og gjöld. Fréttablaðið tók saman helstu gjöld sem fylgja debet- og kreditkortum hér á landi, en tölurnar eru byggðar á núverandi verðskrám bankanna sem má finna á heimasíðum þeirra.Gjald er greitt fyrir að nota greiðslukort erlendis. Fréttablaðið/StefánMikilvægt er að neytendur átti sig á þeim gjöldum og kostnaði sem geta fylgt þessari þjónustu. Sér í lagi nýleg gjöld. Á síðasta ári fóru bankar til að mynda í fyrsta sinn að rukka gjald fyrir úttekt annarra í hraðbanka en viðskiptavina. Ýmis gjöld hafa einnig hækkað milli ára. Árgjöld debetkorta hafa hækkað milli ára hjá öllum bönkunum og eru þau lægst hjá Landsbankanum. Ódýrast virðist jafnframt að nota debetkort hjá Landsbankanum. Ódýrast virðist hins vegar vera að nota VISA-kreditkort frá Arion banka, en MasterCard frá Landsbankanum. Sjá einnig:Fyrir hvað er bankinn að rukka þig? Þó ber að hafa í huga að hjá öllum bönkunum fá viðskiptavinir með vildarkjör afslátt af árgjaldi og fríar debetkortafærslur upp að ákveðnum fjölda. Samanburður milli bankanna er auk þess ekki alltaf einfaldur þar sem nöfn og skilmálar geta verið ólíkir fyrir svipaða þjónustu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir brýnt að neytendur fylgist vel með gjöldum bankanna og sýni þeim aðhald. „Bankarnir eru með þessar upplýsingar inni á sínum heimasíðum, þannig að þeir neytendur sem vilja skoða þetta þeir geta það. Þessi gjöld eru mjög fjölþætt. Að sjálfsögðu eiga neytendur að fylgjast vel með þessu,“ segir Jóhannes.Gjald er nú sett á úttekt úr hraðbanka hjá þeim sem eru ekki viðskiptavinir bankans. Fréttablaðið/StefánHann segir að neytendur þurfi að vera vakandi í öllum viðskiptum. Ef þeir eru ósáttir eigi þeir að koma þeim skilaboðum til skila. „Ef að neytanda blöskra gjöldin, þá er ekkert að því að þeir hreinlega mótmæli. Til dæmis þegar verið er að taka upp ný gjöld geta þeir mótmælt formlega með því að senda sínum viðskiptabanka bréf. Þannig gætu neytendur sýnt aðhald. Á fákeppnismarkaði er enn frekari þörf á að sýna það," segir Jóhannes Gunnarsson. Uppfært 04.03: Í fyrri útgáfu af þessari frétt stóð að úttekt í hraðbanka Íslandsbanka fyrir aðra en viðskiptavini bankans kostaði 375 krónur, hið rétta er að það er 165 krónur. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Flóknar verðskrár gera neytendum erfitt að bera saman kjör bankanna „Gjöld fyrir sömu þjónustu bera mismunandi nöfn og skilmálar geta verið ólíkir,“ segir í skýrslu Neytendasamtakanna. 16. febrúar 2015 07:00 Segir að bankarnir ofrukki neytendur Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. 18. janúar 2015 19:01 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
Flóknar verðskrár gera neytendum erfitt að bera saman kjör bankanna „Gjöld fyrir sömu þjónustu bera mismunandi nöfn og skilmálar geta verið ólíkir,“ segir í skýrslu Neytendasamtakanna. 16. febrúar 2015 07:00
Segir að bankarnir ofrukki neytendur Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. 18. janúar 2015 19:01