Missir af EM í Frakklandi í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2016 14:30 Chris Brunt. Vísir/Getty Nú er kominn upp sá tími að slæm meiðsli knattspyrnumanna geta rænt leikmennina möguleikanum á því að keppa á Evrópumótinu í sumar. Einn af þeim sem þarf að sætta sig við svo óskemmtileg örlög er Norður-Írinn Chris Brunt sem var borinn af velli í leik West Bromwich Albion og Crystal Palace um síðustu helgi. Nú er komið í ljós að hnémeiðsli Chris Brunt eru það alvarleg að hann spilar ekki fótbolta næsta hálfa árið. Chris Brunt sleit krossband og fór í aðgerð í dag. Þetta er áfall fyrir bæði West Bromwich Albion og norður írska landsliðið. BBC segir frá. Chris Brunt hefur spilað 54 landsleiki fyrir Norður-Írland þar af átta þeirra í undankeppni EM 2016. „Þetta er mikið áfall fyrir Chris og allir finna til með honum núna," sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion. „Það eru mikil vonbrigði fyrir okkur að hafa hann ekki það sem eftir lifir tímabilinu vegna þess að hann er frábær leikmaður sem kemur með mikið jafnvægi inn í okkar lið. Þetta er síðan ennþá grimmara fyrir hann því Evrópumótið átti að vera hápunktur ferilsins hans," sagði Pulis. Chris Brunt lék sinn fyrsta landsleik fyrir Norður-Írland árið 2004 en norður-írska landsliðið er í sumar að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti síðan á HM í Mexíkó 1986. Íslenska landsliðið er að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi og það er ljóst að liðið hefur ekki efni á því að missa einn af sínum bestu mönnum. Nú er bara að leggjast á bæn og vona að allir íslensku strákarnir komi heilir út úr lokakafla tímabilsins.Chris Brunt.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Ísland stendur í stað á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu situr sem fastast í 38. sætinu á FIFA-listanum. 3. mars 2016 10:31 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Íslensku strákarnir verða nágrannar heimsmeistaranna í Frakklandi Þýskaland gistir og æfir í smábæ ríflega einni klukkustund frá "heimabæ“ Íslands á EM. 2. mars 2016 12:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira
Nú er kominn upp sá tími að slæm meiðsli knattspyrnumanna geta rænt leikmennina möguleikanum á því að keppa á Evrópumótinu í sumar. Einn af þeim sem þarf að sætta sig við svo óskemmtileg örlög er Norður-Írinn Chris Brunt sem var borinn af velli í leik West Bromwich Albion og Crystal Palace um síðustu helgi. Nú er komið í ljós að hnémeiðsli Chris Brunt eru það alvarleg að hann spilar ekki fótbolta næsta hálfa árið. Chris Brunt sleit krossband og fór í aðgerð í dag. Þetta er áfall fyrir bæði West Bromwich Albion og norður írska landsliðið. BBC segir frá. Chris Brunt hefur spilað 54 landsleiki fyrir Norður-Írland þar af átta þeirra í undankeppni EM 2016. „Þetta er mikið áfall fyrir Chris og allir finna til með honum núna," sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion. „Það eru mikil vonbrigði fyrir okkur að hafa hann ekki það sem eftir lifir tímabilinu vegna þess að hann er frábær leikmaður sem kemur með mikið jafnvægi inn í okkar lið. Þetta er síðan ennþá grimmara fyrir hann því Evrópumótið átti að vera hápunktur ferilsins hans," sagði Pulis. Chris Brunt lék sinn fyrsta landsleik fyrir Norður-Írland árið 2004 en norður-írska landsliðið er í sumar að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti síðan á HM í Mexíkó 1986. Íslenska landsliðið er að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi og það er ljóst að liðið hefur ekki efni á því að missa einn af sínum bestu mönnum. Nú er bara að leggjast á bæn og vona að allir íslensku strákarnir komi heilir út úr lokakafla tímabilsins.Chris Brunt.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Ísland stendur í stað á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu situr sem fastast í 38. sætinu á FIFA-listanum. 3. mars 2016 10:31 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Íslensku strákarnir verða nágrannar heimsmeistaranna í Frakklandi Þýskaland gistir og æfir í smábæ ríflega einni klukkustund frá "heimabæ“ Íslands á EM. 2. mars 2016 12:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Ísland stendur í stað á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu situr sem fastast í 38. sætinu á FIFA-listanum. 3. mars 2016 10:31
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53
Íslensku strákarnir verða nágrannar heimsmeistaranna í Frakklandi Þýskaland gistir og æfir í smábæ ríflega einni klukkustund frá "heimabæ“ Íslands á EM. 2. mars 2016 12:30