Forsetaframbjóðandinn og taugaskurðlæknirinn Ben Carson virðist hafa dregið sig úr forvali Repúblikanaflokksins. Hann segist ekki sjá neina leið fram á við eftir niðurstöður Ofurþriðjudagsins svokallaða. Hann mun ekki taka þátt í kappræðum Repúblikana í kvöld.
Þrátt fyrir það hefur hann ekki formlega dregið sig úr forvalinu og segist ætla að ræða málið frekar við stuðningsmenn sína á morgun. Í tilkynningu segir Carson að hann ætli sér að halda hreyfingu sinni gangandi til að hjálpa Bandaríkjunum.
Carson endaði í síðasta eða næst síðasta sæti í öllum fylkjunum sem kosið var í á þriðjudaginn. Hann hefur orðið sér út um einungis átta kjörmenn.
Ben Carson hættur

Tengdar fréttir

Stærsti dagur kosningabaráttunnar
Í Bandaríkjunum er í dag hinn svonefndi "ofurþriðjudagur”, en þann dag efna bæði repúblikanar og demókratar til forkosninga í samtals fjórtán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna.

Sagði Jósep hafa byggt píramídana
Ben Carson, forsetaframbjóðandi Repúblikana, sagði árið 1998 að fornleifafræðingar hefðu rangt fyrir sér.

Vandræðaleg byrjun á kappræðum repúblikana í nótt
Donald Trump og Ben Carson misstu af því þegar þeir voru kynntir á svið.

Hagræddu sannleikanum að venju
Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær þar sem sjö fylgismestu frambjóðendur Repúblikana deildu.

Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana
CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi

Clinton og Trump herða tökin í baráttunni
Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt.

Cruz vann í Alaska
Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump.