Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2016 19:45 Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Gliðnunarsprungur eru taldar hafa gleypt hlaupvatnið. Þeir sem fylgdust með fréttum sumarið 2014 af umbrotunum í Bárðarbungu muna eflaust eftir því hvernig vísindamenn nánast sáu kvikuganginn færast til norðausturs út frá eldstöðinni og undir Dyngjujökul. Flogið var reglulega yfir jökulinn og einn daginn sögðu menn meira að segja að gos væri byrjað. En ekkert sást á jöklinum. Svo þegar loksins sást í jarðeld, þá var það í Holuhrauni skammt norðan Dyngjujökuls. Eitt ár er liðið frá lokum eldgossins í Holuhrauni. Í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa vísindamenn verið að rannsaka þennan atburð og komist að því að meira gerðist undir Vatnajökli en áður var vitað um, í síðari hluta ágústmánaðar og fram í byrjun september. „Já, það er held ég alveg ljóst að það hafa orðið gos undir jökli, sennilega á fjórum stöðum í þessari atburðarás meðan gangurinn var að fara frá Bárðarbungu og norður í Holuhraun,” segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali við Stöð 2. Breskur doktorsnemi í jarðeðlisfræði, Hannah Reynolds, hefur staðsett gosstaðina en þrír þeirra voru undir Dyngjujökli en sá fjórði rétt suðaustan við öskju Bárðarbungu. Hún kveðst alveg viss um að þarna urðu eldgos. „Já, ég er sannfærð um það,” segir Hannah.Hannah Reynolds, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, hefur kortlagt gosstaðina í Vatnajökli.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigkatlar mynduðust raunar á yfirborði jökulsins eftir þessi gos. Þau eru öll talin hafa verið lítil, staðið í fáar klukkustundir og í mesta lagi í sólarhring, í líkingu við stutta gosið sem varð skammt sunnan við aðalsprungu Holuhrauns. „Það er engin önnur skýring tiltæk en að þarna hafi orðið smágos undir jöklinum. Það komu nú engin hlaup, væntanlega vegna þess að það fylgdi þessu mikil gliðnun, og það bræðsluvatn sem varð til, fór ofan í þær sprungur sem urðu til í gliðnuninni. Þetta var ekki meira en svo,” segir Magnús. Og Bárðarbunga heldur áfram að nötra. Nýjustu skjálfta telur Magnús Tumi þó fremur skýrast af sigi öskjunnar eftir Holuhraunsgosið en að nýtt gos sé yfirvofandi. „Ég held að þessir skjálftar séu ekkert endilega merki um það að hún sé að búa sig undir gos, svona í bráð. Sennilegt að það sé nú dálítill tími í að hún gjósi aftur. En við getum samt ekkert gefið okkur neitt í því. Við verðum að fylgjast mjög vel með, ef það verða breytingar,” segir Magnús Tumi Guðmundsson.Rauðir hringir tákna gosstaðina. Þrír eru í Dyngjujökli sunnan Holuhrauns. Hringina suðaustan við öskju Bárðarbungu telja menn einn gosstað.Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Gliðnunarsprungur eru taldar hafa gleypt hlaupvatnið. Þeir sem fylgdust með fréttum sumarið 2014 af umbrotunum í Bárðarbungu muna eflaust eftir því hvernig vísindamenn nánast sáu kvikuganginn færast til norðausturs út frá eldstöðinni og undir Dyngjujökul. Flogið var reglulega yfir jökulinn og einn daginn sögðu menn meira að segja að gos væri byrjað. En ekkert sást á jöklinum. Svo þegar loksins sást í jarðeld, þá var það í Holuhrauni skammt norðan Dyngjujökuls. Eitt ár er liðið frá lokum eldgossins í Holuhrauni. Í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa vísindamenn verið að rannsaka þennan atburð og komist að því að meira gerðist undir Vatnajökli en áður var vitað um, í síðari hluta ágústmánaðar og fram í byrjun september. „Já, það er held ég alveg ljóst að það hafa orðið gos undir jökli, sennilega á fjórum stöðum í þessari atburðarás meðan gangurinn var að fara frá Bárðarbungu og norður í Holuhraun,” segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali við Stöð 2. Breskur doktorsnemi í jarðeðlisfræði, Hannah Reynolds, hefur staðsett gosstaðina en þrír þeirra voru undir Dyngjujökli en sá fjórði rétt suðaustan við öskju Bárðarbungu. Hún kveðst alveg viss um að þarna urðu eldgos. „Já, ég er sannfærð um það,” segir Hannah.Hannah Reynolds, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, hefur kortlagt gosstaðina í Vatnajökli.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigkatlar mynduðust raunar á yfirborði jökulsins eftir þessi gos. Þau eru öll talin hafa verið lítil, staðið í fáar klukkustundir og í mesta lagi í sólarhring, í líkingu við stutta gosið sem varð skammt sunnan við aðalsprungu Holuhrauns. „Það er engin önnur skýring tiltæk en að þarna hafi orðið smágos undir jöklinum. Það komu nú engin hlaup, væntanlega vegna þess að það fylgdi þessu mikil gliðnun, og það bræðsluvatn sem varð til, fór ofan í þær sprungur sem urðu til í gliðnuninni. Þetta var ekki meira en svo,” segir Magnús. Og Bárðarbunga heldur áfram að nötra. Nýjustu skjálfta telur Magnús Tumi þó fremur skýrast af sigi öskjunnar eftir Holuhraunsgosið en að nýtt gos sé yfirvofandi. „Ég held að þessir skjálftar séu ekkert endilega merki um það að hún sé að búa sig undir gos, svona í bráð. Sennilegt að það sé nú dálítill tími í að hún gjósi aftur. En við getum samt ekkert gefið okkur neitt í því. Við verðum að fylgjast mjög vel með, ef það verða breytingar,” segir Magnús Tumi Guðmundsson.Rauðir hringir tákna gosstaðina. Þrír eru í Dyngjujökli sunnan Holuhrauns. Hringina suðaustan við öskju Bárðarbungu telja menn einn gosstað.Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30