Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2016 06:00 Þessi mynd var tekin þann 22. janúar síðastliðinn er Aron Kristjánsson hætti. Síðan þá virðist lítið hafa gerst. Vísir/Vilhelm Það er að verða um einn og hálfur mánuður síðan Aron Kristjánsson hætti störfum sem landsliðsþjálfari í handknattleik. HSÍ hefur því haft drjúgan tíma til þess að finna arftaka hans en ekkert bólar á honum. „Það er ekkert búið að gerast í þessum málum sem hægt er að greina frá. Við erum að vinna í málinu og því miðar aðeins áfram. Það er þó ekkert í hendi,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Á svona löngum tíma hefur oft kvisast út að búið sé að ræða við hinn og þennan. Engar slíkar sögur hafa verið í gangi núna. Miðað við það sem Fréttablaðið hefur heyrt þá er ekki enn búið að tala við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. „Ég vil ekki gefa neitt upp um hvort búið sé að ræða við einhvern. Við tókum málið mjög vítt í upphafi,“ segir formaðurinn en hvað þýðir það eiginlega? „Þá erum við að líta breitt á allt sviðið. Hvað sé í boði, hverjir hafi áhuga, hverjir séu í boði og annað slíkt.“ Þó svo þetta ferli hafi þegar tekið langan tíma hefur HSÍ sett sér tímaramma í málinu. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ segir Guðmundur en þessi æfingavika er hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið næsta sumar. Landsliðið mun ekki spila neinn leik í apríl eins og staðan er núna. Formaðurinn segist ekki geta útilokað neitt á þessu stigi. Ekki varðandi hvort stefnan sé að fá íslenskan eða erlendan þjálfara. „Það er ekki hægt að útiloka neitt og við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Íslenska landsliðið hefur verið á stalli með bestu landsliðum heims um árabil og því ætti starfið að vekja athygli margra. Hefur HSÍ fengið mikið af umsóknum og fyrirspurnum um starfið? „Það hefur eitthvað verið af því að menn hafi látið vita af sér. Aðallega útlendingar. Ég man þó ekki hversu margar þessar fyrirspurnir eru en það er innan við tuginn,“ segir Guðmundur en hvernig vinnur HSÍ þetta mál? Hverjir sjá um og leiða þetta mál? „Það er landsliðsnefnd karla sem er með verkefnið ásamt mér, varaformanninum og framkvæmdastjóranum. Það er frekar breiður hópur sem kemur að þessu. Í landsliðsnefndinni eru gamlir landsliðsmenn meðal annars sem eru með mikla reynslu. Við höfum hist þegar við teljum vera þörf á en ég leiði vinnuna.“ Þó svo málið virðist lítið hafa þokast áfram síðustu vikur þá er formaðurinn langt frá því að vera áhyggjufullur. „Alls ekki. Við teljum okkur vera með gott starf í boði og trúum ekki öðru en að við finnum góðan mann í starfið. Við viljum aftur á móti vanda valið við að finna góðan mann.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Það er að verða um einn og hálfur mánuður síðan Aron Kristjánsson hætti störfum sem landsliðsþjálfari í handknattleik. HSÍ hefur því haft drjúgan tíma til þess að finna arftaka hans en ekkert bólar á honum. „Það er ekkert búið að gerast í þessum málum sem hægt er að greina frá. Við erum að vinna í málinu og því miðar aðeins áfram. Það er þó ekkert í hendi,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Á svona löngum tíma hefur oft kvisast út að búið sé að ræða við hinn og þennan. Engar slíkar sögur hafa verið í gangi núna. Miðað við það sem Fréttablaðið hefur heyrt þá er ekki enn búið að tala við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. „Ég vil ekki gefa neitt upp um hvort búið sé að ræða við einhvern. Við tókum málið mjög vítt í upphafi,“ segir formaðurinn en hvað þýðir það eiginlega? „Þá erum við að líta breitt á allt sviðið. Hvað sé í boði, hverjir hafi áhuga, hverjir séu í boði og annað slíkt.“ Þó svo þetta ferli hafi þegar tekið langan tíma hefur HSÍ sett sér tímaramma í málinu. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ segir Guðmundur en þessi æfingavika er hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið næsta sumar. Landsliðið mun ekki spila neinn leik í apríl eins og staðan er núna. Formaðurinn segist ekki geta útilokað neitt á þessu stigi. Ekki varðandi hvort stefnan sé að fá íslenskan eða erlendan þjálfara. „Það er ekki hægt að útiloka neitt og við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Íslenska landsliðið hefur verið á stalli með bestu landsliðum heims um árabil og því ætti starfið að vekja athygli margra. Hefur HSÍ fengið mikið af umsóknum og fyrirspurnum um starfið? „Það hefur eitthvað verið af því að menn hafi látið vita af sér. Aðallega útlendingar. Ég man þó ekki hversu margar þessar fyrirspurnir eru en það er innan við tuginn,“ segir Guðmundur en hvernig vinnur HSÍ þetta mál? Hverjir sjá um og leiða þetta mál? „Það er landsliðsnefnd karla sem er með verkefnið ásamt mér, varaformanninum og framkvæmdastjóranum. Það er frekar breiður hópur sem kemur að þessu. Í landsliðsnefndinni eru gamlir landsliðsmenn meðal annars sem eru með mikla reynslu. Við höfum hist þegar við teljum vera þörf á en ég leiði vinnuna.“ Þó svo málið virðist lítið hafa þokast áfram síðustu vikur þá er formaðurinn langt frá því að vera áhyggjufullur. „Alls ekki. Við teljum okkur vera með gott starf í boði og trúum ekki öðru en að við finnum góðan mann í starfið. Við viljum aftur á móti vanda valið við að finna góðan mann.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira