Hodgson útilokar ekki að taka Rashford með á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 08:00 Marcus Rashford er aðeins búinn að spila þrjá leiki fyrir Manchester United. vísir/getty Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Marcus Rashford, 18 ára framherji Manchester United, gæti óvænt verið í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Það er allavega ekki útilokað að sögn Roy Hodgson, þjálfara Englands. Rashford varð á sunnudaginn yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar tvö mörk í fyrsta leik, en þar fylgdi hann eftir öðrum tveimur mörkum sem hann skoraði á móti Midtjylland í Evrópudeildinni. Þessi ungi framherji var að spila með U16 ára liði Manchester United fyrir fjórtán mánuðum síðan en er nú að spila í stærstu deild heims og gæti endað með að fara á EM. „Ég hef fylgst með Rashford í tvö ár þannig ég hef vitað af honum í langan tíma,“ segir Roy Hodgson, en búist er við að Rashford fái kallið í U21 árs landsliðið í lok mars.Tekur Hodgson sénsinn á Rashford?vísir/gettyEkkert útilokað „Hann spilar fyrir U18 ára landsliðið og er því í kerfinu hjá okkur. Þar eru strákar sem eiga framtíðina fyrir sér þannig við erum fegin því að þessir strákar eru að fá tækifæri með sínum liðum.“ „Ég vona að hann standi sig til loka leiktíðar, en mest af öllu vona ég að hann fái að þróast eins og 18 ára strákur. Það má ekki hlaða of mikilli pressu á hann,“ segir Hodgson. Enski landsliðsþjálfarinn segir ekki útilokað að þessi ungi framherji gæti verið með í flugvélinni sem fer með enska landsliðshópinn á lokamótið í sumar. „Ég er ekki að segja að hann verði með og ég útiloka ekkert. Ég vona bara að hann standi sig,“ segir Hodgson. „Við höfum áður gefið ungum leikmönnum tækifæri. Alex Oxlade-Chamberlain var með á EM 2012 og Raheem Sterling var kominn í hópinn 17 ára. Ross Barkley kom líka inn í hópinn ungur. Við vonum bara að hann þróist sem leikmaður eins og Sterling, Barkley, Wayne Rooney og David Beckham,“ segir Roy Hodgson.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00
Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Táningurinn er fjórtándi leikmaðurinn sem skorar í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United. 29. febrúar 2016 10:30