Ókeypis heilbrigðisþjónustu Ólína Þorvarðardóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Fyrir fáum dögum var athygli mín vakin á málefni manns á besta aldri sem nýlega greindist með 4. stigs krabbamein. Er skemmst frá því að segja að ofan á alvarleg veikindi hefur þessi maður mátt kljást við sjúkrakostnað sem er að sliga hann og fjölskyldu hans. Við lestur bréfsins varð mér hugsað til þess þegar ég bjó sjálf með fjölskyldu minni í Danmörku. Á þeim tíma kom upp hjá einum fjölskyldumeðlimi heilsubrestur sem leiddi af sér ferliverk með tilheyrandi rannsóknum og endaði með aðgerð á Hillerød-sjúkrahúsinu á Sjálandi. Ferlinu lauk farsællega án þess að peningaveskið væri dregið upp í eitt einasta skipti eftir fyrstu komu til heimilislæknis. Eftir heimkomuna til Íslands kom aftur upp heilsuvandamál innan fjölskyldunnar Það var ekki alvarlegt og auðleyst. Engu að síður máttum við punda út umtalsverðum fjármunum í lyf, rannsóknir og læknisheimsóknir. Þegar við bættust fjárútlát vegna annarra hversdagslegra heilsufarsmálefna fimm barna, fór ekki hjá því að pyngjan léttist að mun. Þarna rann upp fyrr mér sá munur sem er á velferðarkerfum Íslands og Norðurlanda. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur samanburðurinn ekki batnað hvað okkur Íslendinga varðar. Vandi heilbrigðiskerfisins Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Hrunið bætti ekki úr skák. Nú, þegar árferði hefur batnað, er átakanlegt að finna skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart grunnþáttum velferðarþjónustunnar. Fyrir vikið er að verða rof á þeirri óskrifuðu þjóðarsátt að samfélagið skuli standa straum af lækningu og umönnun sjúkra; að það sé siðferðilega rangt að dauðveikt fólk beri sjálft kostnað af veikindum sínum og rannsóknum. Bara ein rannsókn í skanna kostar um 30 þúsund krónur. Þegar við bætast blóðrannsóknir, ómanir, röntgenmyndir, lyfjameðferð og ýmislegt sem fylgir alvarlegum sjúkdómum er kostnaðurinn fljótt farinn að skipta hundruðum þúsunda. Í Danmörku er heimilislæknirinn alltaf fyrsti viðkomustaður. Fólk greiðir honum lága upphæð. Sé því vísað til sérfræðings og/eða í frekari rannsóknir þarf ekki að greiða fyrir slíkt. Við Íslendingar yfirgáfum hins vegar heimilislæknakerfið fyrir nokkrum áratugum þegar tekin voru upp milliliðalaus samskipti sjúklinga við sérfræðinga. Síðan var að hluta til horfið frá þessu aftur, en erfitt hefur reynst að byggja upp fullnægjandi heilsugæslukerfi á ný, t.d. vegna skorts á heilsugæslulæknum. Já, það getur verið afdrifaríkt að fikta í undirstöðum ef menn vita ekki vel hvað þeir eru að gera. Þess eru of mörg dæmi hérlendis að sjúklingar séu að sligast undan byrði sjúkrakostnaðar. Hvað er til ráða? Hvaðan koma peningarnir? Ef Ísland á að standa undir nafni sem velferðarsamfélag verða stjórnvöld að gyrða sig í brók og endurfjármagna heilbrigðiskerfið. Það er hægt. Við eigum ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin vill ekki nota. Ég nefni auðlindagjöld á borð við veiðileyfagjaldið sem skilað gæti eitt og sér 6-10 milljörðum í ríkissjóð. Ef ríkisstjórnin hefði þor til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og opna opinn uppboðspott með aflaheimildir, þó ekki væri nema með nýjar tegundir eins og makríl, þá kæmu milljarðar að auki. Auknar arðgreiðslur af bönkum og skynsamleg eignastefna hins opinbera gæti líka skilað umtalsverðum tekjum. Enn bólar ekkert á gjaldtöku ferðaþjónustunnar sem fénýtir þó íslenskar náttúruperlur með sívaxandi ágangi. Þannig mætti áfram rekja ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin hirðir ekki um að virkja, því á Íslandi hefur nefnilega myndast sú hefð í áranna rás að láta almenning borga frekar en atvinnuvegi og fjármálastofnanir. Nýjasta dæmið um fjárhagsdekur við atvinnuvegi eru búvörusamningar upp á 150 milljarða króna, meðan heilbrigðiskerfið sveltur. Nú er mál að linni. Nú er ekki bara tímabært, heldur raunhæft, að hverfa af braut einkavæðingar og gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, taka upp eðlilega forgangsröðun siðaðs samfélags og stefna að ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáum dögum var athygli mín vakin á málefni manns á besta aldri sem nýlega greindist með 4. stigs krabbamein. Er skemmst frá því að segja að ofan á alvarleg veikindi hefur þessi maður mátt kljást við sjúkrakostnað sem er að sliga hann og fjölskyldu hans. Við lestur bréfsins varð mér hugsað til þess þegar ég bjó sjálf með fjölskyldu minni í Danmörku. Á þeim tíma kom upp hjá einum fjölskyldumeðlimi heilsubrestur sem leiddi af sér ferliverk með tilheyrandi rannsóknum og endaði með aðgerð á Hillerød-sjúkrahúsinu á Sjálandi. Ferlinu lauk farsællega án þess að peningaveskið væri dregið upp í eitt einasta skipti eftir fyrstu komu til heimilislæknis. Eftir heimkomuna til Íslands kom aftur upp heilsuvandamál innan fjölskyldunnar Það var ekki alvarlegt og auðleyst. Engu að síður máttum við punda út umtalsverðum fjármunum í lyf, rannsóknir og læknisheimsóknir. Þegar við bættust fjárútlát vegna annarra hversdagslegra heilsufarsmálefna fimm barna, fór ekki hjá því að pyngjan léttist að mun. Þarna rann upp fyrr mér sá munur sem er á velferðarkerfum Íslands og Norðurlanda. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur samanburðurinn ekki batnað hvað okkur Íslendinga varðar. Vandi heilbrigðiskerfisins Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Hrunið bætti ekki úr skák. Nú, þegar árferði hefur batnað, er átakanlegt að finna skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart grunnþáttum velferðarþjónustunnar. Fyrir vikið er að verða rof á þeirri óskrifuðu þjóðarsátt að samfélagið skuli standa straum af lækningu og umönnun sjúkra; að það sé siðferðilega rangt að dauðveikt fólk beri sjálft kostnað af veikindum sínum og rannsóknum. Bara ein rannsókn í skanna kostar um 30 þúsund krónur. Þegar við bætast blóðrannsóknir, ómanir, röntgenmyndir, lyfjameðferð og ýmislegt sem fylgir alvarlegum sjúkdómum er kostnaðurinn fljótt farinn að skipta hundruðum þúsunda. Í Danmörku er heimilislæknirinn alltaf fyrsti viðkomustaður. Fólk greiðir honum lága upphæð. Sé því vísað til sérfræðings og/eða í frekari rannsóknir þarf ekki að greiða fyrir slíkt. Við Íslendingar yfirgáfum hins vegar heimilislæknakerfið fyrir nokkrum áratugum þegar tekin voru upp milliliðalaus samskipti sjúklinga við sérfræðinga. Síðan var að hluta til horfið frá þessu aftur, en erfitt hefur reynst að byggja upp fullnægjandi heilsugæslukerfi á ný, t.d. vegna skorts á heilsugæslulæknum. Já, það getur verið afdrifaríkt að fikta í undirstöðum ef menn vita ekki vel hvað þeir eru að gera. Þess eru of mörg dæmi hérlendis að sjúklingar séu að sligast undan byrði sjúkrakostnaðar. Hvað er til ráða? Hvaðan koma peningarnir? Ef Ísland á að standa undir nafni sem velferðarsamfélag verða stjórnvöld að gyrða sig í brók og endurfjármagna heilbrigðiskerfið. Það er hægt. Við eigum ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin vill ekki nota. Ég nefni auðlindagjöld á borð við veiðileyfagjaldið sem skilað gæti eitt og sér 6-10 milljörðum í ríkissjóð. Ef ríkisstjórnin hefði þor til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og opna opinn uppboðspott með aflaheimildir, þó ekki væri nema með nýjar tegundir eins og makríl, þá kæmu milljarðar að auki. Auknar arðgreiðslur af bönkum og skynsamleg eignastefna hins opinbera gæti líka skilað umtalsverðum tekjum. Enn bólar ekkert á gjaldtöku ferðaþjónustunnar sem fénýtir þó íslenskar náttúruperlur með sívaxandi ágangi. Þannig mætti áfram rekja ýmsar tekjulindir sem ríkisstjórnin hirðir ekki um að virkja, því á Íslandi hefur nefnilega myndast sú hefð í áranna rás að láta almenning borga frekar en atvinnuvegi og fjármálastofnanir. Nýjasta dæmið um fjárhagsdekur við atvinnuvegi eru búvörusamningar upp á 150 milljarða króna, meðan heilbrigðiskerfið sveltur. Nú er mál að linni. Nú er ekki bara tímabært, heldur raunhæft, að hverfa af braut einkavæðingar og gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, taka upp eðlilega forgangsröðun siðaðs samfélags og stefna að ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar