Leita leiða til að losna við Trump Birta Björnsdóttir skrifar 4. mars 2016 19:45 Vísir/EPA Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. Þeir sem halda því fram að kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins einkennist öðru fremur af persónulegum árásum og ómálefnalegum umræðum gætu haft nokkuð til síns máls, miðað við nokkur þau ummæli sem féllu í kappræðunum í Detroit í gær. „Og hann sagði að fyrst hendurnar á mér væru litlar hlyti eitthvað annað að vera lítið. Ég get fullvissað ykkur um að það er ekkert vandamál. Ég ábyrgist það,“ sagði Donald Trump. Þeir þrír sem eftir standa í baráttunni við Donald Trump þreytast ekki á að tíunda ókosti hans og fleiri flokksmenn hafa lagst á árar með þeim. „Hugsið um persónueiginleika Donalds Trump, yfirganginn, græðgina, sýndarmennskuna, kvenhatrið, þessa fáránlegu þriðjabekkjarstæla,“ sagði Mitt Romney á dögunum, en hann var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012. Nær ómögulegt þykir fyrir mótframbjóðendur Trumps að ná forskoti hans í forvalinu. Saman gætu þeir þó komið í veg fyrir að Trump nái þeim 1237 kjörmönnum sem mundu tryggja honum útnefningu flokksins. Nái Trump ekki þessum fjölda kjörmanna geta kjörmenn hinna frambjóðendanna sameinast um annan frambjóðanda. Verði þetta raunin er spurning hvort þeir Cruz, Rubio eða Kasich séu tilbúnir að fylkja sér á bakvið hvorn annan. Hinn möguleikinn er að kjörmennirnir lýsi yfir stuðningi við enn annan frambjóðanda, en heimildir CNN fréttstofunnar herma að fyrrnefndur Mitt Romney eygi þarna von til að verða í annað sinn fulltrúi Repúblikana í baráttunni um Hvíta húsið. Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. Þeir sem halda því fram að kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins einkennist öðru fremur af persónulegum árásum og ómálefnalegum umræðum gætu haft nokkuð til síns máls, miðað við nokkur þau ummæli sem féllu í kappræðunum í Detroit í gær. „Og hann sagði að fyrst hendurnar á mér væru litlar hlyti eitthvað annað að vera lítið. Ég get fullvissað ykkur um að það er ekkert vandamál. Ég ábyrgist það,“ sagði Donald Trump. Þeir þrír sem eftir standa í baráttunni við Donald Trump þreytast ekki á að tíunda ókosti hans og fleiri flokksmenn hafa lagst á árar með þeim. „Hugsið um persónueiginleika Donalds Trump, yfirganginn, græðgina, sýndarmennskuna, kvenhatrið, þessa fáránlegu þriðjabekkjarstæla,“ sagði Mitt Romney á dögunum, en hann var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012. Nær ómögulegt þykir fyrir mótframbjóðendur Trumps að ná forskoti hans í forvalinu. Saman gætu þeir þó komið í veg fyrir að Trump nái þeim 1237 kjörmönnum sem mundu tryggja honum útnefningu flokksins. Nái Trump ekki þessum fjölda kjörmanna geta kjörmenn hinna frambjóðendanna sameinast um annan frambjóðanda. Verði þetta raunin er spurning hvort þeir Cruz, Rubio eða Kasich séu tilbúnir að fylkja sér á bakvið hvorn annan. Hinn möguleikinn er að kjörmennirnir lýsi yfir stuðningi við enn annan frambjóðanda, en heimildir CNN fréttstofunnar herma að fyrrnefndur Mitt Romney eygi þarna von til að verða í annað sinn fulltrúi Repúblikana í baráttunni um Hvíta húsið.
Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira