Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2016 17:44 Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. Mynd/Hermann Valsson Fjöldi ferðamanna virti lokanir göngustígs við Gullfoss að vettugi í gær til þess að komast nær fossinum. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfinu segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en að ferðamannaiðnaðurinn hér á landi verði fyrir alvarlegum skaða. Göngustígnum að Gullfossi var lokað af Umhverfisstofnun fyrr í vetur en Hermann Valsson, leiðsögumaður, sem tók meðfylgjandi myndir, segir að ástæðan fyrir því að ferðamenn virði lokanir sem þessa að vettugi sé ósköp einföld. „Við erum búin að selja ferðamönnum ákveðna vöru. Varan er útsýni, myndefni, aðgengi að náttúru og við erum ekki að afgreiða hana. Við gefum fyrirheit um fallega upplifum og fólk er ekki að fá þessa fallegu upplifun þegar það kemur t.d. að Gullfossi og það kemst ekki að honum,“ segir Hermann.Hér má sjá ferðamennina komast framhjá hliðinu. Smella má á myndina til þess að sjá stærri útgáfu.Mynd/Hermann ValssonVantar stórkostlega upp á alla gæslu Hermann er bæði leiðsögumaður og ferðamálafræðingur og segir augljóst að hér hafi orðið gríðarleg sprenging í komu ferðamanna á undanförnum misserum. Þá sé flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri allt annars eðlis en fyrri samsetning. „Auðvitað er það mjög slæmt að erlendir gestir virði ekki merkingar okkar en við erum bara komin í það sem heitir massatúrismi og hann virðir ekki merkingar, hvort sem það er hér eða úti í heimi,“ segir Hermann. Að undanförnu hafa ferðamenn sem hafa verið hætt komnir í Reynisfjöru ratað í fréttirnar, stutt er síðan þar lést ferðamaður auk þess sem að ekki er langt síðan ferðamenn voru hætt komnir við Sólheimajökul og Jökulsárlón. Hermann segir að stórefla verði gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. „Við leiðsögumenn höfum rætt um að það stórkostlega vantar alla gæslu. Það vantar fólk og það vantar landverði á þessa staði til þess að halda uppi almennilegru reglu á hlutunum. Það er ekki til neins að hafa lögregluna. Það vantar bara landverði.“Fjöldi ferðamanna var við Gullfoss í gær. Smella má á myndina til þess að sjá stærri útgáfu.Mynd/Hermann ValssonHið opinbera verði að grípa í taumana Eignarhald á vinsælum ferðamannastöðum getur verið flókið og hefur verið deilt um hver eigi að borga brúsann við það að byggja upp aðstöðu við vinsæla ferðamannastaði. Kallar Hermann eftir því að ríkið grípi inn í án tafar. „Það er bara einn aðili sem á að taka á skarið. Það er sá aðili sem setur landinu ramma og reglur og það er hið opinbera. Það er enginn sem annar sem á og sem getur sett leikreglur í landinu en hið opinbera. Raunveruleikinn er bara sá að þetta er orðinn stór iðnaður hjá okkur og það fylgir því að við verðum að taka ábyrgð á honum. Sá sem á að setja rammann og sjá um að vel sé gengið um auðlindina steinsefur,“ segir Hermann.Smella má á myndina til þess að sjá stærri útgáfu.Mynd/Hermann ValssonHætta á að ferðamenn gefist upp á Íslandi sem áfangastað Verði ekkert að gert segir Hermann að illa muni fara fyrir ferðamannaiðnaðunum sem er orðinn gríðarlega mikilvæg atvinnugrein á Íslandi. Það sé vel þekkt utan úr heimi þar sem skyndilega hefur orðið mikil fjölgun á aðsókn ferðamanna. „Númer eitt sem gerist er það að við heimamenn missum umburðarlyndi og þolinmæði og við snúumst gegn ferðamönnum. Það næsta sem gerist er að ferðamennirnir sjálfir sjá að þeir fá ekki þjónustu og aðgengi að vörunni sem þeir kaupa og þeir snúast gegn þessum ákvörðunarstað. Áhugi á landinu dvínar og ferðamannaiðnaðurinn hrynur. Það hefur gerst víða um allan heim,“ segir Hermann að lokum.Hér að neðan má sjá myndband af ferðamanni sem var með barn í fanginu lenda í vandræðum í gær við Gullfoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Fjöldi ferðamanna virti lokanir göngustígs við Gullfoss að vettugi í gær til þess að komast nær fossinum. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfinu segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en að ferðamannaiðnaðurinn hér á landi verði fyrir alvarlegum skaða. Göngustígnum að Gullfossi var lokað af Umhverfisstofnun fyrr í vetur en Hermann Valsson, leiðsögumaður, sem tók meðfylgjandi myndir, segir að ástæðan fyrir því að ferðamenn virði lokanir sem þessa að vettugi sé ósköp einföld. „Við erum búin að selja ferðamönnum ákveðna vöru. Varan er útsýni, myndefni, aðgengi að náttúru og við erum ekki að afgreiða hana. Við gefum fyrirheit um fallega upplifum og fólk er ekki að fá þessa fallegu upplifun þegar það kemur t.d. að Gullfossi og það kemst ekki að honum,“ segir Hermann.Hér má sjá ferðamennina komast framhjá hliðinu. Smella má á myndina til þess að sjá stærri útgáfu.Mynd/Hermann ValssonVantar stórkostlega upp á alla gæslu Hermann er bæði leiðsögumaður og ferðamálafræðingur og segir augljóst að hér hafi orðið gríðarleg sprenging í komu ferðamanna á undanförnum misserum. Þá sé flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri allt annars eðlis en fyrri samsetning. „Auðvitað er það mjög slæmt að erlendir gestir virði ekki merkingar okkar en við erum bara komin í það sem heitir massatúrismi og hann virðir ekki merkingar, hvort sem það er hér eða úti í heimi,“ segir Hermann. Að undanförnu hafa ferðamenn sem hafa verið hætt komnir í Reynisfjöru ratað í fréttirnar, stutt er síðan þar lést ferðamaður auk þess sem að ekki er langt síðan ferðamenn voru hætt komnir við Sólheimajökul og Jökulsárlón. Hermann segir að stórefla verði gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. „Við leiðsögumenn höfum rætt um að það stórkostlega vantar alla gæslu. Það vantar fólk og það vantar landverði á þessa staði til þess að halda uppi almennilegru reglu á hlutunum. Það er ekki til neins að hafa lögregluna. Það vantar bara landverði.“Fjöldi ferðamanna var við Gullfoss í gær. Smella má á myndina til þess að sjá stærri útgáfu.Mynd/Hermann ValssonHið opinbera verði að grípa í taumana Eignarhald á vinsælum ferðamannastöðum getur verið flókið og hefur verið deilt um hver eigi að borga brúsann við það að byggja upp aðstöðu við vinsæla ferðamannastaði. Kallar Hermann eftir því að ríkið grípi inn í án tafar. „Það er bara einn aðili sem á að taka á skarið. Það er sá aðili sem setur landinu ramma og reglur og það er hið opinbera. Það er enginn sem annar sem á og sem getur sett leikreglur í landinu en hið opinbera. Raunveruleikinn er bara sá að þetta er orðinn stór iðnaður hjá okkur og það fylgir því að við verðum að taka ábyrgð á honum. Sá sem á að setja rammann og sjá um að vel sé gengið um auðlindina steinsefur,“ segir Hermann.Smella má á myndina til þess að sjá stærri útgáfu.Mynd/Hermann ValssonHætta á að ferðamenn gefist upp á Íslandi sem áfangastað Verði ekkert að gert segir Hermann að illa muni fara fyrir ferðamannaiðnaðunum sem er orðinn gríðarlega mikilvæg atvinnugrein á Íslandi. Það sé vel þekkt utan úr heimi þar sem skyndilega hefur orðið mikil fjölgun á aðsókn ferðamanna. „Númer eitt sem gerist er það að við heimamenn missum umburðarlyndi og þolinmæði og við snúumst gegn ferðamönnum. Það næsta sem gerist er að ferðamennirnir sjálfir sjá að þeir fá ekki þjónustu og aðgengi að vörunni sem þeir kaupa og þeir snúast gegn þessum ákvörðunarstað. Áhugi á landinu dvínar og ferðamannaiðnaðurinn hrynur. Það hefur gerst víða um allan heim,“ segir Hermann að lokum.Hér að neðan má sjá myndband af ferðamanni sem var með barn í fanginu lenda í vandræðum í gær við Gullfoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00
Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58
Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00
Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50