Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 11:05 Frá Reynisfjöru Mynd/Ulrich Pittroff Ferðamaður sem fór í sjóinn við Reynisfjöru í morgun er látinn. Björgunarteymi fór á báti til að bjarga manninum en hann var látinn þegar þeir komu að honum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi missti maðurinn fótana í flæðarmálinu og fór út með öldunni. Hann var á ferðalagi hér á landi með konu sinni. Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna slyssins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsókn hafna á því hvað hafi orðið til þess að maðurinn fór í sjóinn. Vitni urðu að slysinu og verður þeim boðin áfallahjálp. Aðspurður hvort öldurnar hefðu verið sérstaklega miklar í morgun sagði Sveinn Kristján að þær séu alltaf sterkar og hættulegar. „Þetta er svona alla daga,“ segir Sveinn Kristján.Uppfært klukkan 16.10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að mörg vitni hafi orðið að slysinu en hið rétta er að þau voru tvö. Þetta hefur nú verið lagfært.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lést í fjörunni árið 2007.Bandarísk kona lést í fjörunni árið 2007 Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þannig var sagt frá ferðamanni fyrir um það bil ári sem kom sér í hættu í fjörunni þar sem hann óð út í sjó til að ná sem bestum myndum. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI, þá í samtali við Vísi en leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni ferðamannsins og tók myndir. Þá lést bandarísk kona á áttræðisaldri árið 2007 þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tók þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Ferðamaður sem fór í sjóinn við Reynisfjöru í morgun er látinn. Björgunarteymi fór á báti til að bjarga manninum en hann var látinn þegar þeir komu að honum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi missti maðurinn fótana í flæðarmálinu og fór út með öldunni. Hann var á ferðalagi hér á landi með konu sinni. Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna slyssins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsókn hafna á því hvað hafi orðið til þess að maðurinn fór í sjóinn. Vitni urðu að slysinu og verður þeim boðin áfallahjálp. Aðspurður hvort öldurnar hefðu verið sérstaklega miklar í morgun sagði Sveinn Kristján að þær séu alltaf sterkar og hættulegar. „Þetta er svona alla daga,“ segir Sveinn Kristján.Uppfært klukkan 16.10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að mörg vitni hafi orðið að slysinu en hið rétta er að þau voru tvö. Þetta hefur nú verið lagfært.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lést í fjörunni árið 2007.Bandarísk kona lést í fjörunni árið 2007 Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þannig var sagt frá ferðamanni fyrir um það bil ári sem kom sér í hættu í fjörunni þar sem hann óð út í sjó til að ná sem bestum myndum. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI, þá í samtali við Vísi en leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni ferðamannsins og tók myndir. Þá lést bandarísk kona á áttræðisaldri árið 2007 þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tók þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
„Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40
Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46
Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22