„Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:25 Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58
Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08
Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent