Hvarf MH370 enn ráðgáta Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2016 12:45 Veggmynd í Malasíu. Vísir/AFP Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá hvarfi flugvélar Malaysian Airlines, MH370, eru rannsakendur engu nær því að vita hvað kom fyrir vélina. Rannsóknarnefndin birti í dag nýja skýrslu um leitina, en þar kom ekkert nýtt fram. Leit stendur enn yfir í suðurhluta Indlandshafs en flugvélin hefur ekki fundist. Yfirvöld í Malasíu og Ástralíu segjast hins vegar vera vongóð um að leitin muni bera árangur á endanum. Að flugritar vélarinnar finnist og hægt verði að varpa ljósi á hvarf flugvélarinnar. Núverandi leitaraðgerð verður hætt seinna á þessu ári og ákvörðun tekin um framhaldið þá.Hér má sjá yfirlit yfir meinta leið vélarinnar og hvert ferðinni var upprunalega heitið. Þá er einnig farið yfir leitina.Vísir/GraphicNewsRannsakendur segja þó að lykilgögn séu enn til rannsóknar. Flugvélin hvarf þann 8. mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking. Um borð voru 239 manns og flestir þeirra frá Kína og Malasíu. Þar af voru tólf áhafnarmeðlimir. Ljóst þykir að flugvélinni hafi verið flogið þúsundir kílómetra úr leið og að hún hafi farið í sjóinn vestur af Ástralíu. Síðasta júlí fannst brak úr væng Boeng 777 vélarinnar á Reunioneyju. Þúsundum kílómetra frá leitarsvæðinu. Þá fannst annað brak sem talið er að sé úr flugvélinni við strendur Mósambík á dögunum. Það er nú til rannsóknar. Brakið sem fannst á Reunioneyju var fyrsta sönnun þess að flugvélin hefði farist, en rannsakendur voru sem áður engu nær um hvar það hefði gerst.Leitin að MH370. Henni mun ljúka á næstu mánuðum og þá verður ákvörðun tekin um framhaldið.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt AFP fréttaveitunni þykir ekki líklegt að leitinni verði haldið áfram hafi ekkert fundist eftir nokkra mánuði. Nú þegar er um að ræða dýrustu og umfangsmestu leitaraðgerð sögunnar. Allt í allt er leitarsvæðið um 120 þúsund ferkílómetrar að stærð. Dýpið á svæðinu er mikið. Það er allt að sex kílómetrar og má finna gríðarstór gljúfur og fjöll á hafsbotninum. Heildarkostnaður leitarinnar um sextán milljarðar króna. Fjölskyldur þeirra sem fórust með vélinni segja þó að ekki megi hætta leitinni. Rannsóknarnefndin er skipuð sérfræðingum frá Malasíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína, Frakklandi og Ástralíu. Meðal þess sem farið hefur verið yfir við rannsókn málsins eru áhafnarmeðlemir flugvélarinnar. Fyrir um ári síðan sagði nefndin að ekkert grunnsamlegt hefði komið í ljós þegar fjármál áhafnarinnar voru skoðuð. Líf áhafnarinnar voru könnuð til hlítar og kom ekkert upp sem vakti grunsemdir. Sömu sögu er að segja þegar farþegar flugvélarinnar voru teknir til rannsóknar. Yfirlitsskýrsla um störf nefndarinnar verður gefin út þegar leit verður hætt, eða flugvélin finnst. Hvort sem verður á undan.Eftir tvö ár hafa aðstandendur farþega MH370 engin svör fengið.Vísir/AFPDarren Chester, samgönguráðherra Ástralíu, sagðist í dag vonast til þess að leitin að MH370 myndi á endanum veita aðstandendum farþega vélarinnar svör um örlög ástvina sinna. Tuttugu aðstandendur komu í nótt saman við hof í Peking. Þar báðu þau fyrir svörum og lásu upp yfirlýsingu. „Frá því að MH370 hvarf, höfum við aðstandendur búið við þjáningar jafnt dag sem nótt og hver dagur líður sem ár. Söknuður okkar eykst með hverjum deginum,“ stóð í yfirlýsingunni. Fjölmargir aðstandendur hafa höfðað skaðabótamál gegn Malaysia Airlines á síðustu dögum, en frestur til þess rennur út í dag. Þá hafa margir samþykkt ótilgreindar bætur.Martin Dolan, yfirmaður leitarinnar að MH370, sagði við Guardian að honum þætti „mjög líklegt“ að flugvélin myndi finnast á næstu fjórum mánuðum. „Það er eins líklegt að við finnum vélina á síðasta degi leitarinnar og að við hefðum fundið hana á fyrsta degi. Við höfum nú leitað á nærri því einum þriðja af leitarsvæðinu og þar sem við höfum ekki fundið vélina enn, eykur það líkurnar á því að hún sé á svæðum sem við höfum ekki enn leitað á.“Hér má sjá heimildamynd National Geographic um MH370. Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá hvarfi flugvélar Malaysian Airlines, MH370, eru rannsakendur engu nær því að vita hvað kom fyrir vélina. Rannsóknarnefndin birti í dag nýja skýrslu um leitina, en þar kom ekkert nýtt fram. Leit stendur enn yfir í suðurhluta Indlandshafs en flugvélin hefur ekki fundist. Yfirvöld í Malasíu og Ástralíu segjast hins vegar vera vongóð um að leitin muni bera árangur á endanum. Að flugritar vélarinnar finnist og hægt verði að varpa ljósi á hvarf flugvélarinnar. Núverandi leitaraðgerð verður hætt seinna á þessu ári og ákvörðun tekin um framhaldið þá.Hér má sjá yfirlit yfir meinta leið vélarinnar og hvert ferðinni var upprunalega heitið. Þá er einnig farið yfir leitina.Vísir/GraphicNewsRannsakendur segja þó að lykilgögn séu enn til rannsóknar. Flugvélin hvarf þann 8. mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking. Um borð voru 239 manns og flestir þeirra frá Kína og Malasíu. Þar af voru tólf áhafnarmeðlimir. Ljóst þykir að flugvélinni hafi verið flogið þúsundir kílómetra úr leið og að hún hafi farið í sjóinn vestur af Ástralíu. Síðasta júlí fannst brak úr væng Boeng 777 vélarinnar á Reunioneyju. Þúsundum kílómetra frá leitarsvæðinu. Þá fannst annað brak sem talið er að sé úr flugvélinni við strendur Mósambík á dögunum. Það er nú til rannsóknar. Brakið sem fannst á Reunioneyju var fyrsta sönnun þess að flugvélin hefði farist, en rannsakendur voru sem áður engu nær um hvar það hefði gerst.Leitin að MH370. Henni mun ljúka á næstu mánuðum og þá verður ákvörðun tekin um framhaldið.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt AFP fréttaveitunni þykir ekki líklegt að leitinni verði haldið áfram hafi ekkert fundist eftir nokkra mánuði. Nú þegar er um að ræða dýrustu og umfangsmestu leitaraðgerð sögunnar. Allt í allt er leitarsvæðið um 120 þúsund ferkílómetrar að stærð. Dýpið á svæðinu er mikið. Það er allt að sex kílómetrar og má finna gríðarstór gljúfur og fjöll á hafsbotninum. Heildarkostnaður leitarinnar um sextán milljarðar króna. Fjölskyldur þeirra sem fórust með vélinni segja þó að ekki megi hætta leitinni. Rannsóknarnefndin er skipuð sérfræðingum frá Malasíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína, Frakklandi og Ástralíu. Meðal þess sem farið hefur verið yfir við rannsókn málsins eru áhafnarmeðlemir flugvélarinnar. Fyrir um ári síðan sagði nefndin að ekkert grunnsamlegt hefði komið í ljós þegar fjármál áhafnarinnar voru skoðuð. Líf áhafnarinnar voru könnuð til hlítar og kom ekkert upp sem vakti grunsemdir. Sömu sögu er að segja þegar farþegar flugvélarinnar voru teknir til rannsóknar. Yfirlitsskýrsla um störf nefndarinnar verður gefin út þegar leit verður hætt, eða flugvélin finnst. Hvort sem verður á undan.Eftir tvö ár hafa aðstandendur farþega MH370 engin svör fengið.Vísir/AFPDarren Chester, samgönguráðherra Ástralíu, sagðist í dag vonast til þess að leitin að MH370 myndi á endanum veita aðstandendum farþega vélarinnar svör um örlög ástvina sinna. Tuttugu aðstandendur komu í nótt saman við hof í Peking. Þar báðu þau fyrir svörum og lásu upp yfirlýsingu. „Frá því að MH370 hvarf, höfum við aðstandendur búið við þjáningar jafnt dag sem nótt og hver dagur líður sem ár. Söknuður okkar eykst með hverjum deginum,“ stóð í yfirlýsingunni. Fjölmargir aðstandendur hafa höfðað skaðabótamál gegn Malaysia Airlines á síðustu dögum, en frestur til þess rennur út í dag. Þá hafa margir samþykkt ótilgreindar bætur.Martin Dolan, yfirmaður leitarinnar að MH370, sagði við Guardian að honum þætti „mjög líklegt“ að flugvélin myndi finnast á næstu fjórum mánuðum. „Það er eins líklegt að við finnum vélina á síðasta degi leitarinnar og að við hefðum fundið hana á fyrsta degi. Við höfum nú leitað á nærri því einum þriðja af leitarsvæðinu og þar sem við höfum ekki fundið vélina enn, eykur það líkurnar á því að hún sé á svæðum sem við höfum ekki enn leitað á.“Hér má sjá heimildamynd National Geographic um MH370.
Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira