Hlustað á gagnrýni Stjórnarmaðurinn skrifar 9. mars 2016 13:00 Aðalfundur Símans fer fram í vikunni og er athyglisverður fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta fyrsti aðalfundur félagsins eftir að það var skráð á markað síðastliðið haust. Það sem vekur þó sérstaka athygli stjórnarmannsins eru breytingar á stjórn félagsins. Bertrand nokkur Kan kemur nýr inn í stjórnina, en hann var í forgrunni hóps fjárfesta sem fengu að kaupa bréf í Símanum af Arion banka á sérstökum vildarkjörum rétt áður en til skráningar kom. Fjárfestarnir innleystu snöggan og öruggan pappírshagnað af þeim viðskiptum, þótt vissulega væru söluhömlur á hlutnum til ákveðins tíma. Fyrirkomulag þetta fékk mikla gagnrýni á sínum tíma. Vildarkjörin voru réttlætt með því, að fjárfestarnir byggju yfir einstakri sérþekkingu sem hjálpa myndi félaginu og auka virði þess til langs tíma. Þrátt fyrir það bólaði ekkert á því að einhver úr hópnum tæki stjórnarsæti, eða kæmi að rekstri félagsins með neinum hætti. Bertrand Kan sjálfur lýsti því svo yfir í viðtali að ekkert slíkt stæði til. Úr því hefur nú verið bætt og Kan tekur nú sæti í stjórn eins og áður sagði. Sennilegt er, miðað við ummæli Kans, að Síminn sé með þessu að bregðast við gagnrýnisröddum. Nú verður spennandi að fylgjast með Símanum og hvort sérþekking Kans, og annarra erlendra sérfræðinga, hafi marktæk áhrif á stefnu og stjórnun félagsins. Einungis þannig verða vildarkjörin umdeildu réttlætt. Á sama tíma hverfur lífeyrissjóðakóngurinn Helgi Magnússon úr stjórninni. Það eru nokkur tíðindi en Helgi hefur legið undir nokkurri gagnrýni fyrir að blanda saman eigin fjárfestingum og trúnaðarstörfum fyrir lífeyrissjóðina. Hann virðist nú vera markvisst að draga sig úr fremstu víglínu. Í báðum tilvikum er líklegt að verið sé að taka tillit til gagnrýni fjölmiðla og annarra. Hver sagði svo að ekkert hefði breyst í íslensku viðskiptalífi?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Aðalfundur Símans fer fram í vikunni og er athyglisverður fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta fyrsti aðalfundur félagsins eftir að það var skráð á markað síðastliðið haust. Það sem vekur þó sérstaka athygli stjórnarmannsins eru breytingar á stjórn félagsins. Bertrand nokkur Kan kemur nýr inn í stjórnina, en hann var í forgrunni hóps fjárfesta sem fengu að kaupa bréf í Símanum af Arion banka á sérstökum vildarkjörum rétt áður en til skráningar kom. Fjárfestarnir innleystu snöggan og öruggan pappírshagnað af þeim viðskiptum, þótt vissulega væru söluhömlur á hlutnum til ákveðins tíma. Fyrirkomulag þetta fékk mikla gagnrýni á sínum tíma. Vildarkjörin voru réttlætt með því, að fjárfestarnir byggju yfir einstakri sérþekkingu sem hjálpa myndi félaginu og auka virði þess til langs tíma. Þrátt fyrir það bólaði ekkert á því að einhver úr hópnum tæki stjórnarsæti, eða kæmi að rekstri félagsins með neinum hætti. Bertrand Kan sjálfur lýsti því svo yfir í viðtali að ekkert slíkt stæði til. Úr því hefur nú verið bætt og Kan tekur nú sæti í stjórn eins og áður sagði. Sennilegt er, miðað við ummæli Kans, að Síminn sé með þessu að bregðast við gagnrýnisröddum. Nú verður spennandi að fylgjast með Símanum og hvort sérþekking Kans, og annarra erlendra sérfræðinga, hafi marktæk áhrif á stefnu og stjórnun félagsins. Einungis þannig verða vildarkjörin umdeildu réttlætt. Á sama tíma hverfur lífeyrissjóðakóngurinn Helgi Magnússon úr stjórninni. Það eru nokkur tíðindi en Helgi hefur legið undir nokkurri gagnrýni fyrir að blanda saman eigin fjárfestingum og trúnaðarstörfum fyrir lífeyrissjóðina. Hann virðist nú vera markvisst að draga sig úr fremstu víglínu. Í báðum tilvikum er líklegt að verið sé að taka tillit til gagnrýni fjölmiðla og annarra. Hver sagði svo að ekkert hefði breyst í íslensku viðskiptalífi?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira