Samkomulagið við Tyrkland gagnrýnt Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. mars 2016 07:00 Flóttamaður í Tyrklandi kveikir í buxum til að búa til lítinn varðeld, skammt frá landamærabænum Idomeni þar sem tugir þúsunda flóttamanna bíða átekta. Nordicphotos/AFP Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04
Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44
Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00
Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent