Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2016 07:00 Forseti Mexíkó er ekki par hrifinn af Donald Trump. Nordicphotos/AFP „Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. Líkti forsetinn í viðtalinu Trump við Benito Mussolini, leiðtoga ítalskra fasista í síðari heimsstyrjöld og bandamann hans, Adolf Hitler, leiðtoga nasista í Þýskalandi. Trump sækist eftir útnefningu repúblikana í Bandaríkjunum til forsetaframboðs og hefur forskot á helstu keppinauta sína, Ted Cruz og Marco Rubio, í baráttunni. Eitt helsta stefnumál Trumps er að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem hann segir að Mexíkóar muni borga fyrir. Þá hefur hann sagt að veggurinn myndi draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna sem og eiturlyfjasmygli. Pena Nieto segir hins vegar að ríki hans myndi ekki undir neinum kringumstæðum borga fyrir vegginn. Tekur hann þar með í sama streng og tveir fyrirrennarar hans. Vicente Fox, forseti á árunum 2000 til 2006, sagði að Mexíkóar myndu „aldrei borga fyrir þennan fjandans vegg“ í sjónvarpsviðtali í febrúar en Felipe Calderon sem ríkti frá 2006 til 2012 sagði við samlanda sína: „Mexíkóar, við munum ekki greiða eitt einasta sent fyrir þennan heimskulega vegg.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
„Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. Líkti forsetinn í viðtalinu Trump við Benito Mussolini, leiðtoga ítalskra fasista í síðari heimsstyrjöld og bandamann hans, Adolf Hitler, leiðtoga nasista í Þýskalandi. Trump sækist eftir útnefningu repúblikana í Bandaríkjunum til forsetaframboðs og hefur forskot á helstu keppinauta sína, Ted Cruz og Marco Rubio, í baráttunni. Eitt helsta stefnumál Trumps er að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem hann segir að Mexíkóar muni borga fyrir. Þá hefur hann sagt að veggurinn myndi draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna sem og eiturlyfjasmygli. Pena Nieto segir hins vegar að ríki hans myndi ekki undir neinum kringumstæðum borga fyrir vegginn. Tekur hann þar með í sama streng og tveir fyrirrennarar hans. Vicente Fox, forseti á árunum 2000 til 2006, sagði að Mexíkóar myndu „aldrei borga fyrir þennan fjandans vegg“ í sjónvarpsviðtali í febrúar en Felipe Calderon sem ríkti frá 2006 til 2012 sagði við samlanda sína: „Mexíkóar, við munum ekki greiða eitt einasta sent fyrir þennan heimskulega vegg.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00
Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06
Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45
Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11