Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2016 14:59 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. Svo gæti farið að lögreglan myndi yfirheyra yfir 20 manns að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, yfirlögregluþjóns. Héraðsdómur Suðurlands framlengdi á föstudaginn gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið þremur konum í vinnuþrælkun í Vík. Samkvæmt úrskurði dómsins skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar en úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Þorgrímur Óli segir að niðurstaða Hæstaréttar liggi ekki fyrir en vonast eftir henni í vikunni.Hægt á rannsókninni að aðeins er einn túlkur aðgengilegur Maðurinn er frá Srí Lanka líkt og konurnar sem hann er grunaður um að hafa haldið í vinnuþrælkun. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki Icewear. Við rannsókn málsins hefur lögreglan þurft að njóta aðstoðar túlks en að sögn Þorgríms Óla hefur lögreglan aðeins aðgang að einum túlk sem talar sama tungumál og aðilar málsins. „Það hefur því verið svolítið erfitt að fá túlkinn hingað því hann er í annarri vinnu sem hann þarf að sinna. Þetta hefur því kannski aðeins hægt á rannsókninni en við erum bara farin að skipuleggja okkur þannig að túlkurinn komist,“ segir Þorgrímur Óli.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurGreint var frá því í byrjun mánaðarins að átta vitni hefðu gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International en ástæðan fyrir því að þau báru vitni fyrir dómi er sú að þau gætu hugsanlega farið úr landi. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu fyrir dómi eru konurnar sem eru þolendur í málinu en Þorgrímur Óli segist þó halda að þær séu enn hér á landi.500 klukkustundir og 15 þúsund kílómetrar Alls hafa um 25 manns komið að rannsókn málsins að sögn Þorgríms Óla en alls eru fjórir lögreglumenn sem sinna engu öðru núna. Þar á meðal eru sérfræðingur frá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglumaður frá fjármunabrotadeild. „Ætli það hafi ekki farið svona um 500 klukkustundir hjá lögreglunni í þetta mál og við höfum ekið um 15 þúsund kílómetra í tengslm við rannsóknina. Svo jú, þetta er með því umfangsmeira sem við höfum fengið hingað inn á borð til okkar,“ segir Þorgrímur Óli. Í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins á dögunum kom fram að hún hefði notið aðstoðar Europol. Þorgrímur Óli segir að óskað hafi verið eftir aðstoð þaðan til að kanna hvort að málið í Vík hefði einhverja slóð erlendis en ekkert hafi komið út úr því. Aðspurður hvenær rannsókn málsins ljúki segir Þorgrímur Óli erfitt að segja til um það en vonast til þess að það verði innan mánaðar. Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. Svo gæti farið að lögreglan myndi yfirheyra yfir 20 manns að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, yfirlögregluþjóns. Héraðsdómur Suðurlands framlengdi á föstudaginn gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið þremur konum í vinnuþrælkun í Vík. Samkvæmt úrskurði dómsins skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar en úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Þorgrímur Óli segir að niðurstaða Hæstaréttar liggi ekki fyrir en vonast eftir henni í vikunni.Hægt á rannsókninni að aðeins er einn túlkur aðgengilegur Maðurinn er frá Srí Lanka líkt og konurnar sem hann er grunaður um að hafa haldið í vinnuþrælkun. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki Icewear. Við rannsókn málsins hefur lögreglan þurft að njóta aðstoðar túlks en að sögn Þorgríms Óla hefur lögreglan aðeins aðgang að einum túlk sem talar sama tungumál og aðilar málsins. „Það hefur því verið svolítið erfitt að fá túlkinn hingað því hann er í annarri vinnu sem hann þarf að sinna. Þetta hefur því kannski aðeins hægt á rannsókninni en við erum bara farin að skipuleggja okkur þannig að túlkurinn komist,“ segir Þorgrímur Óli.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurGreint var frá því í byrjun mánaðarins að átta vitni hefðu gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International en ástæðan fyrir því að þau báru vitni fyrir dómi er sú að þau gætu hugsanlega farið úr landi. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu fyrir dómi eru konurnar sem eru þolendur í málinu en Þorgrímur Óli segist þó halda að þær séu enn hér á landi.500 klukkustundir og 15 þúsund kílómetrar Alls hafa um 25 manns komið að rannsókn málsins að sögn Þorgríms Óla en alls eru fjórir lögreglumenn sem sinna engu öðru núna. Þar á meðal eru sérfræðingur frá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglumaður frá fjármunabrotadeild. „Ætli það hafi ekki farið svona um 500 klukkustundir hjá lögreglunni í þetta mál og við höfum ekið um 15 þúsund kílómetra í tengslm við rannsóknina. Svo jú, þetta er með því umfangsmeira sem við höfum fengið hingað inn á borð til okkar,“ segir Þorgrímur Óli. Í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins á dögunum kom fram að hún hefði notið aðstoðar Europol. Þorgrímur Óli segir að óskað hafi verið eftir aðstoð þaðan til að kanna hvort að málið í Vík hefði einhverja slóð erlendis en ekkert hafi komið út úr því. Aðspurður hvenær rannsókn málsins ljúki segir Þorgrímur Óli erfitt að segja til um það en vonast til þess að það verði innan mánaðar.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48
Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36
Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12
Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00