Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Una Sighvatsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 12:30 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif." Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif."
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39
Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent