Nýr samningur skapi smjörfjöll Ingvar Haraldsson skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Þórólfur Matthíasson býst við að nýir búvörusamningar skapi offramleiðslu mjólkur. vísir/gva „Núna er verið að hverfa yfir í kerfi sem varð til þess að til urðu smjörfjöll og rjómatjarnir,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru á föstudaginn. Þórólfur segir að það að fara úr kerfi greiðslumarks muni að öllum líkindum valda offramleiðslu hér á landi. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta í landbúnaði árið 2021 þó ákvörðun um það hafi verið frestað til ársins 2019. „Það eru ótrúlegir fingurbrjótar gagnvart almenningi,“ segir Þórólfur. „Þetta er mjög einhliða samningur, það er verið að setja kvaðir á skattgreiðendur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti. Það er ekki einu sinni einhver sölukvöð gagnvart neytendum. Þegar það gerðist fyrst eftir hrun að verðið á kindakjöti í íslenskum krónum var betra erlendis en hér, þá fóru þeir að flytja út kjöt í gríð og erg,“ segir hann.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.Þá komi ákvæði um flutningsjöfnun í veg fyrir hvata til að spara í flutningum. Flutningsjöfnun feli í sér að Mjólkursamsalan verði að kaupa og selja afurðir á sama verði um land allt. „Til þess að gera það þarf hún náttúrulega að innheimta hærra flutningsgjald en svarar til raunkostnaðar á mjólkinni nálægt mjólkurbúnum,“ segir Þórólfur. „Þannig að það á að blóðmjólka okkur hérna í bænum til þess að dreifa mjólkinni. Öll sú hagræðing sem orðið hefur í verslun síðustu 20-30 árin er vegna þess að menn hafa verið að laga til flutningakerfin hjá sér,“ bendir hann á. Þórólfur segir að með nýju samningunum sé bændum haldið föstum í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu,“ segir hann. „Þessir bændur í hefðbundna landbúnaðinum fá mikið af pening, en það er haldið aftur af nýsköpunarkraftinum, komið í veg fyrir strúktúrbreytingar í því.“ Aukinn stuðningur auki óhagræðiBúvörusamningurinn er til tíu ára og kveður á um greiðslur frá ríkinu til landbúnaðarins upp á 132 milljarða króna, auk þess sem OECD hefur metið kostnað af tollvernd landbúnaðarins á tæpa 9 milljarða króna á ári. Útgjöld til landbúnaðarmála munu aukast um 900 milljónir króna á næsta ári í um 13,8 milljarða króna á ári. Meðal þess sem bætist við er stuðningur við nautakjötsframleiðslu og geitfjárrækt sem ekki hefur áður verið styrkt af ríkinu. „Ef það var hægt að reka þær án stuðnings til þessa, af hverju í ósköpunum að gera þær óhagkvæmari með þessu móti?“ spyr Þórólfur.Leiðrétt 9:35: Í fyrri útgáfu greinarinnar var ranglega haft eftir Þórólfi að útflutningur á nautakjöti en ekki kindakjöti hefði valdið kjötskorti eftir hrun. Búvörusamningar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
„Núna er verið að hverfa yfir í kerfi sem varð til þess að til urðu smjörfjöll og rjómatjarnir,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru á föstudaginn. Þórólfur segir að það að fara úr kerfi greiðslumarks muni að öllum líkindum valda offramleiðslu hér á landi. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta í landbúnaði árið 2021 þó ákvörðun um það hafi verið frestað til ársins 2019. „Það eru ótrúlegir fingurbrjótar gagnvart almenningi,“ segir Þórólfur. „Þetta er mjög einhliða samningur, það er verið að setja kvaðir á skattgreiðendur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti. Það er ekki einu sinni einhver sölukvöð gagnvart neytendum. Þegar það gerðist fyrst eftir hrun að verðið á kindakjöti í íslenskum krónum var betra erlendis en hér, þá fóru þeir að flytja út kjöt í gríð og erg,“ segir hann.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.Þá komi ákvæði um flutningsjöfnun í veg fyrir hvata til að spara í flutningum. Flutningsjöfnun feli í sér að Mjólkursamsalan verði að kaupa og selja afurðir á sama verði um land allt. „Til þess að gera það þarf hún náttúrulega að innheimta hærra flutningsgjald en svarar til raunkostnaðar á mjólkinni nálægt mjólkurbúnum,“ segir Þórólfur. „Þannig að það á að blóðmjólka okkur hérna í bænum til þess að dreifa mjólkinni. Öll sú hagræðing sem orðið hefur í verslun síðustu 20-30 árin er vegna þess að menn hafa verið að laga til flutningakerfin hjá sér,“ bendir hann á. Þórólfur segir að með nýju samningunum sé bændum haldið föstum í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu,“ segir hann. „Þessir bændur í hefðbundna landbúnaðinum fá mikið af pening, en það er haldið aftur af nýsköpunarkraftinum, komið í veg fyrir strúktúrbreytingar í því.“ Aukinn stuðningur auki óhagræðiBúvörusamningurinn er til tíu ára og kveður á um greiðslur frá ríkinu til landbúnaðarins upp á 132 milljarða króna, auk þess sem OECD hefur metið kostnað af tollvernd landbúnaðarins á tæpa 9 milljarða króna á ári. Útgjöld til landbúnaðarmála munu aukast um 900 milljónir króna á næsta ári í um 13,8 milljarða króna á ári. Meðal þess sem bætist við er stuðningur við nautakjötsframleiðslu og geitfjárrækt sem ekki hefur áður verið styrkt af ríkinu. „Ef það var hægt að reka þær án stuðnings til þessa, af hverju í ósköpunum að gera þær óhagkvæmari með þessu móti?“ spyr Þórólfur.Leiðrétt 9:35: Í fyrri útgáfu greinarinnar var ranglega haft eftir Þórólfi að útflutningur á nautakjöti en ekki kindakjöti hefði valdið kjötskorti eftir hrun.
Búvörusamningar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira