Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2016 14:02 Talsmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík segist aldrei hafa kynnst annarri eins hörku og fyrirtækið sýni starfsmönnum í deilu þeirra við álverið. Félagsdómur tekur fyrir kæru álversins á boðuðu útflutningsbanni starfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Félagsdómur kemur saman klukkan hálf fimm í dag til að meta lögmæti útflutnngsbannsins. Skipað er vikulega út frá Straumsvík um fjögur þúsund tonnum af áli í hvert sinn. Gylfi Ingvarsson talsmaður starfsmanna reiknar með að dómur liggi fyrir fljótlega í kvöld eða áður en aðgerðir eiga að hefjast á miðnætti. Verkalýðsfélögin telja að boðað hafi verið til aðgerðanna með löglegum hætti og lögmenn telji fordæmi vera fyrir aðgerðum sem þessum. Gylfi segir hörkuna í deilunni mikla. „Við höfum aldrei kynnst neinu þessu líkt áður. Menn hafa alltaf haft stöðu til að setjast niður og ræða málin og finna lausnir. En í þessari stöðu hefur það ekki verið. Ef við höfum náð að komast að þeim til að ræða efnislega um þetta helsta ágreiningsmál hafa þeir alltaf dregið upp sínar ítrustu kröfur. Þannig að þetta lyktar svolítið af því að þeir vilji ekki semja,“ segir Gylfa. Ef dómur falli verkalýðshreyfingunni ekki í vil verði mögulegir vankantar einfaldlega sniðnir af og boðað til aðgerða á nýjan leik. „Mér skilst að þeir séu búnir að hafa upp á aðalforstjóranum. Hann var víst týndur í skíðaferðalagi eftir sem okkur var sagt. Eins trúlegt og það er, að það sé ekki hægt að ná í menn. En upphaflega báðu þeir um frestun á verkfalli þannig að þeir mátu það í upphafi að það væri löglegt. Svo þegar því var hafnað var farin þessi leið. Þannig að þetta er einkennilegur skollaleikur,“ segir Gylfi Ingvarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Talsmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík segist aldrei hafa kynnst annarri eins hörku og fyrirtækið sýni starfsmönnum í deilu þeirra við álverið. Félagsdómur tekur fyrir kæru álversins á boðuðu útflutningsbanni starfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Félagsdómur kemur saman klukkan hálf fimm í dag til að meta lögmæti útflutnngsbannsins. Skipað er vikulega út frá Straumsvík um fjögur þúsund tonnum af áli í hvert sinn. Gylfi Ingvarsson talsmaður starfsmanna reiknar með að dómur liggi fyrir fljótlega í kvöld eða áður en aðgerðir eiga að hefjast á miðnætti. Verkalýðsfélögin telja að boðað hafi verið til aðgerðanna með löglegum hætti og lögmenn telji fordæmi vera fyrir aðgerðum sem þessum. Gylfi segir hörkuna í deilunni mikla. „Við höfum aldrei kynnst neinu þessu líkt áður. Menn hafa alltaf haft stöðu til að setjast niður og ræða málin og finna lausnir. En í þessari stöðu hefur það ekki verið. Ef við höfum náð að komast að þeim til að ræða efnislega um þetta helsta ágreiningsmál hafa þeir alltaf dregið upp sínar ítrustu kröfur. Þannig að þetta lyktar svolítið af því að þeir vilji ekki semja,“ segir Gylfa. Ef dómur falli verkalýðshreyfingunni ekki í vil verði mögulegir vankantar einfaldlega sniðnir af og boðað til aðgerða á nýjan leik. „Mér skilst að þeir séu búnir að hafa upp á aðalforstjóranum. Hann var víst týndur í skíðaferðalagi eftir sem okkur var sagt. Eins trúlegt og það er, að það sé ekki hægt að ná í menn. En upphaflega báðu þeir um frestun á verkfalli þannig að þeir mátu það í upphafi að það væri löglegt. Svo þegar því var hafnað var farin þessi leið. Þannig að þetta er einkennilegur skollaleikur,“ segir Gylfi Ingvarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17