Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2016 23:29 Deilan í álverinu í Straumsvík hefur staðið mánuðum saman. Vísir/Vilhelm Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir niðurstöðu Félagsdóms um að útflutningsbann starfsfólks álversins í Straumsvík sé löglegt koma sér á óvart. Fyrirtækið hafi talið ýmislegt óljóst um afmörkun og framkvæmd vinnustöðvunarinnar. „Maður gæti ætlað að atvinnulífið standi nú frammi fyrir býsna nýstárlegum og fjölbreyttum verkföllum í framhaldinu,“ segir Ólafur Teitur. „Maður getur til dæmis ímyndað sér að afgreiðslufólk og starfsmenn verslana geti sett á sölubann, sem fælist í því að þeir mættu til vinnu og sinntu öllum störfum nema að selja vörurnar. En fengju að öðru leyti greitt fyrir sín störf.“ Ólafur Teitur segir grafalvarlega stöðu nú upp komna fyrir álverið, sem sjái ekki fram á hvort eða hvenær það geti selt sína vöru. Ekkert annað sé í stöðunni en að draga úr framleiðslu. „Verkfallið er ótímabundið og engar vísbendingar um að verkalýðsfélögin séu að linast í þeirri afstöðu sinni að meina álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku.“ Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.Vísir/Valli „Hömlur sem ekkert annað fyrirtæki býr við“ Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman og snýst um kröfu fyrirtækisins um að fá að útvista fleiri störfum hjá álverinu en nú þegar er heimilt samkvæmt samningum. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar Rio Tinto Alcan að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við buðum sömu launahækkanir, og raunar gott betur, og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru almennt hærri en allir aðrir borga en því höfnuðu verkalýðsfélagin á þrettándanum, því miður. Þau höfnuðu því af þeirri ástæðu einni að þau gátu ekki samþykkt að við sætum við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku, en þar erum við með hömlur sem ekkert annað fyrirtæki á Íslandi býr við.“ Næsti fundur í deilunni er á morgun. Ólafur segir það að sjálfsögðu vilja fyrirtækisins að ná samningum við starfsfólk sitt, sem það hafi gert mjög vel við í fjölda ára, en að áhersla verði áfram lögð á að fjölga umræddum undanþágum. „Við viljum auðvitað bara fá að semja við samningaborðið, en það hefur verið lögð þung áhersla á þetta af okkar hálfu.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir niðurstöðu Félagsdóms um að útflutningsbann starfsfólks álversins í Straumsvík sé löglegt koma sér á óvart. Fyrirtækið hafi talið ýmislegt óljóst um afmörkun og framkvæmd vinnustöðvunarinnar. „Maður gæti ætlað að atvinnulífið standi nú frammi fyrir býsna nýstárlegum og fjölbreyttum verkföllum í framhaldinu,“ segir Ólafur Teitur. „Maður getur til dæmis ímyndað sér að afgreiðslufólk og starfsmenn verslana geti sett á sölubann, sem fælist í því að þeir mættu til vinnu og sinntu öllum störfum nema að selja vörurnar. En fengju að öðru leyti greitt fyrir sín störf.“ Ólafur Teitur segir grafalvarlega stöðu nú upp komna fyrir álverið, sem sjái ekki fram á hvort eða hvenær það geti selt sína vöru. Ekkert annað sé í stöðunni en að draga úr framleiðslu. „Verkfallið er ótímabundið og engar vísbendingar um að verkalýðsfélögin séu að linast í þeirri afstöðu sinni að meina álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku.“ Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.Vísir/Valli „Hömlur sem ekkert annað fyrirtæki býr við“ Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman og snýst um kröfu fyrirtækisins um að fá að útvista fleiri störfum hjá álverinu en nú þegar er heimilt samkvæmt samningum. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar Rio Tinto Alcan að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við buðum sömu launahækkanir, og raunar gott betur, og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru almennt hærri en allir aðrir borga en því höfnuðu verkalýðsfélagin á þrettándanum, því miður. Þau höfnuðu því af þeirri ástæðu einni að þau gátu ekki samþykkt að við sætum við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku, en þar erum við með hömlur sem ekkert annað fyrirtæki á Íslandi býr við.“ Næsti fundur í deilunni er á morgun. Ólafur segir það að sjálfsögðu vilja fyrirtækisins að ná samningum við starfsfólk sitt, sem það hafi gert mjög vel við í fjölda ára, en að áhersla verði áfram lögð á að fjölga umræddum undanþágum. „Við viljum auðvitað bara fá að semja við samningaborðið, en það hefur verið lögð þung áhersla á þetta af okkar hálfu.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06
Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02