Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2016 12:38 Frá Straumsvík í morgun. Vísir/Vilhelm „Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
„Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37