Telur niðurstöðuna brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu Höskuldur Kári Schram skrifar 24. febrúar 2016 19:42 Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur. Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira