Tveir magnaðir Hallarsigrar á ellefu dögum hjá þremur Hólmurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 15:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eru hér eftir sigurinn ásamt Gunnari Svanlaugssyni, Hrefnu Dögg Gunnarsdóttur og Haiden Palmer. Mynd/Þorsteinn Eyþórsson Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fagnaði í fyrrakvöld frábærum sigri á toppliði síns riðils í Laugardalshöllinni þegar íslensku stelpurnar unnu tíu stiga sigur á Ungverjum. Ísland vann leikinn 87-77 eftir að hafa verið yfir allan leikinn og mest náð 21 stigs forystu í byrjun seinni hálfleiks. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru þarna að fagna öðrum stórum sigri í Laugardalshöllinni á stuttum tíma því aðeins ellefu dögum áður unnu þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir bikarmeistaratitilinn með Snæfelli eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum. Gunnar Svanlaugsson gat heldur betur verið stoltur af sínum stelpum í leikslok, bæði sem faðir tveggja þeirra (Gunnhildur og Berglind) og svo einnig sem formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells en ekkert félag átti fleiri leikmenn í leikmannahópnum. Snæfell var þá að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögu kvennaliðs félagsins en Gunnhildur (með Haukum) og Bryndís (með Keflavík) höfðu reyndar orðið bikarmeistarar áður. Berglind, Íslandsmeistari með Snæfelli undanfarin tvö ár, vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil eins og fleiri í Snæfellsliðinu. Íslenska kvennalandsliðið vann á miðvikudagskvöldið sinn fyrsta sigur í riðlinum í undankeppni EM 2017 og jafnframt fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni frá því í lok ágúst árið 2009. Bryndís var með í þeim leik (á móti Írlandi) en að voru nokkur ár í það að systurnar Gunnhildur og Berglind spiluðu sinn fyrsta A-landsleik. Hólmararnir þrír í íslenska landsliðinu fengu það eflaust á tilfinninguna að eitthvað skemmtilegt væri í vændum þegar staðan var 22-15 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell var einmitt 22-15 yfir á móti Grindavík eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleiknum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 23 stig í bikarúrslitaleiknum og hún skoraði 14 stig í sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi. Bryndís var með 13 stig og 16 fráköst í bikarúrslitaleiknum en var með 7 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í Ungverjaleiknum. Berglind tókst ekki að skora í gærkvöldi en var með 12 stig og 5 fráköst í bikarúrslitaleiknum. Tvær Grindavíkurkonur, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir, fengu líka að kynnast sigurtilfinningunni í Höllinni í fyrrakvöld eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum ellefu dögum fyrr. Bikarúrslitaleikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahléð en framundan er síðan baráttan um deildarmeistaratitilinn og síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fagnaði í fyrrakvöld frábærum sigri á toppliði síns riðils í Laugardalshöllinni þegar íslensku stelpurnar unnu tíu stiga sigur á Ungverjum. Ísland vann leikinn 87-77 eftir að hafa verið yfir allan leikinn og mest náð 21 stigs forystu í byrjun seinni hálfleiks. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru þarna að fagna öðrum stórum sigri í Laugardalshöllinni á stuttum tíma því aðeins ellefu dögum áður unnu þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir bikarmeistaratitilinn með Snæfelli eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum. Gunnar Svanlaugsson gat heldur betur verið stoltur af sínum stelpum í leikslok, bæði sem faðir tveggja þeirra (Gunnhildur og Berglind) og svo einnig sem formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells en ekkert félag átti fleiri leikmenn í leikmannahópnum. Snæfell var þá að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögu kvennaliðs félagsins en Gunnhildur (með Haukum) og Bryndís (með Keflavík) höfðu reyndar orðið bikarmeistarar áður. Berglind, Íslandsmeistari með Snæfelli undanfarin tvö ár, vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil eins og fleiri í Snæfellsliðinu. Íslenska kvennalandsliðið vann á miðvikudagskvöldið sinn fyrsta sigur í riðlinum í undankeppni EM 2017 og jafnframt fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni frá því í lok ágúst árið 2009. Bryndís var með í þeim leik (á móti Írlandi) en að voru nokkur ár í það að systurnar Gunnhildur og Berglind spiluðu sinn fyrsta A-landsleik. Hólmararnir þrír í íslenska landsliðinu fengu það eflaust á tilfinninguna að eitthvað skemmtilegt væri í vændum þegar staðan var 22-15 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell var einmitt 22-15 yfir á móti Grindavík eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleiknum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 23 stig í bikarúrslitaleiknum og hún skoraði 14 stig í sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi. Bryndís var með 13 stig og 16 fráköst í bikarúrslitaleiknum en var með 7 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í Ungverjaleiknum. Berglind tókst ekki að skora í gærkvöldi en var með 12 stig og 5 fráköst í bikarúrslitaleiknum. Tvær Grindavíkurkonur, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir, fengu líka að kynnast sigurtilfinningunni í Höllinni í fyrrakvöld eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum ellefu dögum fyrr. Bikarúrslitaleikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahléð en framundan er síðan baráttan um deildarmeistaratitilinn og síðustu sætin inn í úrslitakeppnina.
Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira