Tveir magnaðir Hallarsigrar á ellefu dögum hjá þremur Hólmurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 15:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eru hér eftir sigurinn ásamt Gunnari Svanlaugssyni, Hrefnu Dögg Gunnarsdóttur og Haiden Palmer. Mynd/Þorsteinn Eyþórsson Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fagnaði í fyrrakvöld frábærum sigri á toppliði síns riðils í Laugardalshöllinni þegar íslensku stelpurnar unnu tíu stiga sigur á Ungverjum. Ísland vann leikinn 87-77 eftir að hafa verið yfir allan leikinn og mest náð 21 stigs forystu í byrjun seinni hálfleiks. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru þarna að fagna öðrum stórum sigri í Laugardalshöllinni á stuttum tíma því aðeins ellefu dögum áður unnu þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir bikarmeistaratitilinn með Snæfelli eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum. Gunnar Svanlaugsson gat heldur betur verið stoltur af sínum stelpum í leikslok, bæði sem faðir tveggja þeirra (Gunnhildur og Berglind) og svo einnig sem formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells en ekkert félag átti fleiri leikmenn í leikmannahópnum. Snæfell var þá að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögu kvennaliðs félagsins en Gunnhildur (með Haukum) og Bryndís (með Keflavík) höfðu reyndar orðið bikarmeistarar áður. Berglind, Íslandsmeistari með Snæfelli undanfarin tvö ár, vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil eins og fleiri í Snæfellsliðinu. Íslenska kvennalandsliðið vann á miðvikudagskvöldið sinn fyrsta sigur í riðlinum í undankeppni EM 2017 og jafnframt fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni frá því í lok ágúst árið 2009. Bryndís var með í þeim leik (á móti Írlandi) en að voru nokkur ár í það að systurnar Gunnhildur og Berglind spiluðu sinn fyrsta A-landsleik. Hólmararnir þrír í íslenska landsliðinu fengu það eflaust á tilfinninguna að eitthvað skemmtilegt væri í vændum þegar staðan var 22-15 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell var einmitt 22-15 yfir á móti Grindavík eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleiknum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 23 stig í bikarúrslitaleiknum og hún skoraði 14 stig í sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi. Bryndís var með 13 stig og 16 fráköst í bikarúrslitaleiknum en var með 7 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í Ungverjaleiknum. Berglind tókst ekki að skora í gærkvöldi en var með 12 stig og 5 fráköst í bikarúrslitaleiknum. Tvær Grindavíkurkonur, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir, fengu líka að kynnast sigurtilfinningunni í Höllinni í fyrrakvöld eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum ellefu dögum fyrr. Bikarúrslitaleikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahléð en framundan er síðan baráttan um deildarmeistaratitilinn og síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fagnaði í fyrrakvöld frábærum sigri á toppliði síns riðils í Laugardalshöllinni þegar íslensku stelpurnar unnu tíu stiga sigur á Ungverjum. Ísland vann leikinn 87-77 eftir að hafa verið yfir allan leikinn og mest náð 21 stigs forystu í byrjun seinni hálfleiks. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru þarna að fagna öðrum stórum sigri í Laugardalshöllinni á stuttum tíma því aðeins ellefu dögum áður unnu þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir bikarmeistaratitilinn með Snæfelli eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum. Gunnar Svanlaugsson gat heldur betur verið stoltur af sínum stelpum í leikslok, bæði sem faðir tveggja þeirra (Gunnhildur og Berglind) og svo einnig sem formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells en ekkert félag átti fleiri leikmenn í leikmannahópnum. Snæfell var þá að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögu kvennaliðs félagsins en Gunnhildur (með Haukum) og Bryndís (með Keflavík) höfðu reyndar orðið bikarmeistarar áður. Berglind, Íslandsmeistari með Snæfelli undanfarin tvö ár, vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil eins og fleiri í Snæfellsliðinu. Íslenska kvennalandsliðið vann á miðvikudagskvöldið sinn fyrsta sigur í riðlinum í undankeppni EM 2017 og jafnframt fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni frá því í lok ágúst árið 2009. Bryndís var með í þeim leik (á móti Írlandi) en að voru nokkur ár í það að systurnar Gunnhildur og Berglind spiluðu sinn fyrsta A-landsleik. Hólmararnir þrír í íslenska landsliðinu fengu það eflaust á tilfinninguna að eitthvað skemmtilegt væri í vændum þegar staðan var 22-15 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell var einmitt 22-15 yfir á móti Grindavík eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleiknum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 23 stig í bikarúrslitaleiknum og hún skoraði 14 stig í sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi. Bryndís var með 13 stig og 16 fráköst í bikarúrslitaleiknum en var með 7 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í Ungverjaleiknum. Berglind tókst ekki að skora í gærkvöldi en var með 12 stig og 5 fráköst í bikarúrslitaleiknum. Tvær Grindavíkurkonur, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir, fengu líka að kynnast sigurtilfinningunni í Höllinni í fyrrakvöld eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum ellefu dögum fyrr. Bikarúrslitaleikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahléð en framundan er síðan baráttan um deildarmeistaratitilinn og síðustu sætin inn í úrslitakeppnina.
Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira