Embættismenn í raun æviráðnir með broti á auglýsingaskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2016 19:00 Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega. Alþingi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega.
Alþingi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira