Haukabaninn Íris Björk | 72% markvarsla á lokakaflanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2016 11:15 Íris Björk lokaði marki Gróttu á lokakaflanum gegn Haukum í gær. vísir/stefán Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir átti magnaðan leik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta með eins marks sigri, 30-29, á Haukum í gær. Leikurinn var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Lovísa Thompson skoraði sigurmark Gróttu sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum klukkan 13:30 á morgun. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og voru með frumkvæðið allt þar til á lokamínútunum. Seltirningar breyttu um vörn um miðjan seinni hálfleik og tóku tvo leikmenn Hauka úr umferð. Það sló Hafnfirðinga út af laginu en þeir leiddu samt, 19-22, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Íris hins vegar til sinna ráða og hreinlega lokaði markinu. Íris varði „aðeins“ 35,3% af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig fyrstu 49 mínútur leiksins en tók hins vegar 18 af þeim 25 skotum sem hún fékk á sig það sem eftir lifði leiks. Það gerir 72% hlutfallsmarkvörslu sem er einstök tölfræði. Á þessum tíma varði Íris hvorki fleiri né færri en fjögur vítaköst af þeim sex hún fékk á sig, auk þess sem síðasta vítakast Hauka hafnaði í stönginni. Íris tók einnig fjölmörg dauðafæri á mikilvægum augnablikum eins og þegar hún varði frá Mariu Ines De Silve Pereira í hraðaupphlaupi í stöðunni 28-28 þegar mínúta var eftir af fyrri framlengingunni. Hún tryggði svo Gróttu aðra framlengingu þegar hún varði vítakast Ramune Pekarskyte þegar 16 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Í seinni framlengingunni skellti Íris svo endanlega í lás og varði þá átta af þeim níu skotum sem hún fékk á sig (88,9%). Maria var sú eina sem fann leiðina framhjá þessum frábæra markverði í seinni framlengingunni en það mark kom úr víti.Ótrúlegur lokakafli Írisar Bjarkar gegn Haukum (frá því í stöðunni 19-22 þegar 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma):18 skot varin af 25 (72%) 6 langskot 4 víti 4 úr horni 3 af línu 1 hraðaupphlaupMarkvarsla Írisar Bjarkar í öllum leiknum:30/4 skot varin af 59/9 (51%)Íris reynir að verja skot Jónu Sigríðar Halldórsdóttur.vísir/ernir Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20 Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir átti magnaðan leik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta með eins marks sigri, 30-29, á Haukum í gær. Leikurinn var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Lovísa Thompson skoraði sigurmark Gróttu sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum klukkan 13:30 á morgun. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og voru með frumkvæðið allt þar til á lokamínútunum. Seltirningar breyttu um vörn um miðjan seinni hálfleik og tóku tvo leikmenn Hauka úr umferð. Það sló Hafnfirðinga út af laginu en þeir leiddu samt, 19-22, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Íris hins vegar til sinna ráða og hreinlega lokaði markinu. Íris varði „aðeins“ 35,3% af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig fyrstu 49 mínútur leiksins en tók hins vegar 18 af þeim 25 skotum sem hún fékk á sig það sem eftir lifði leiks. Það gerir 72% hlutfallsmarkvörslu sem er einstök tölfræði. Á þessum tíma varði Íris hvorki fleiri né færri en fjögur vítaköst af þeim sex hún fékk á sig, auk þess sem síðasta vítakast Hauka hafnaði í stönginni. Íris tók einnig fjölmörg dauðafæri á mikilvægum augnablikum eins og þegar hún varði frá Mariu Ines De Silve Pereira í hraðaupphlaupi í stöðunni 28-28 þegar mínúta var eftir af fyrri framlengingunni. Hún tryggði svo Gróttu aðra framlengingu þegar hún varði vítakast Ramune Pekarskyte þegar 16 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Í seinni framlengingunni skellti Íris svo endanlega í lás og varði þá átta af þeim níu skotum sem hún fékk á sig (88,9%). Maria var sú eina sem fann leiðina framhjá þessum frábæra markverði í seinni framlengingunni en það mark kom úr víti.Ótrúlegur lokakafli Írisar Bjarkar gegn Haukum (frá því í stöðunni 19-22 þegar 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma):18 skot varin af 25 (72%) 6 langskot 4 víti 4 úr horni 3 af línu 1 hraðaupphlaupMarkvarsla Írisar Bjarkar í öllum leiknum:30/4 skot varin af 59/9 (51%)Íris reynir að verja skot Jónu Sigríðar Halldórsdóttur.vísir/ernir
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20 Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20
Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35