Aron Sig: Vildi að pabbi hefði séð fyrsta landsleikinn 27. febrúar 2016 16:24 Aron í leik með Fjölni síðasta sumar. Vísir/valli Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00