Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 13:48 Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru undrandi á því að nánast ekkert sé fjallað um umhverfismál í nýgerðum búvörusamningi. Þá sé hvorki litið á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu meðal annars nýgerðan búvörusamning. Ragnheiður lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni strax og nýr búvörusamningur lá fyrir að hann færi aldrei í gegnum Alþingi með hennar samþykki. „Já ég hef sagt það, í þeirri mynd sem hann er. Mér finnst margt vera mjög sérstakt í þessum samningi og það er kannski meira sérstakt það sem ekki stendur þar,“ sagði Ragnheiður. Það væri skondið að Bændasamtökin og aðrir þeir sem stæðu að þessum samningum litu hvorki á þá sem stunduðu svína- né alifuglarækt sem bændur.Sjá einnig: Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman „Á það er í raun og veru ekkert minnst og það er enginn rammi utan um þeirra framleiðslu eða neitt í þá veru. Þannig að kannski eru Bændasamtökin sjálf að senda mjög skýr skilaboð eftir því sem virðist. Svo er líka fyrir mig mjög sérstakt að á árinu 2016 og til næst tíu ára er vart minnst á umhverfismál í þessum búvörusamningi,“ bætti Ragnheiður við Þau mál væru ofarlega á dagskrá og markmið sett á Parísarráðstefnunni nýlega og umhverfismál væru til umræðu á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir sem áður gegndi embætti umhverfisráðherra tók undir með Ragnheiði og minnti á að danski umhverfisráðherrann hefði sagt af sér embætti í gær, vegna þjónkunar við danska landbúnaðinn. „Það er óásættanlegt annað en að þessi búvörusamningur sé borinn af loftlagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins. Ef við meinum eitthvað með því sem við segjum verður það að vera þannig. Hins vegar liggur fyrir að þetta er mjög flókið mál og það er mjög vont ef aðgangurinn að því að ræða þetta verður einkamál einhverra sérfræðinga og þröngra hópa,“ sagði Svandís. Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru undrandi á því að nánast ekkert sé fjallað um umhverfismál í nýgerðum búvörusamningi. Þá sé hvorki litið á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu meðal annars nýgerðan búvörusamning. Ragnheiður lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni strax og nýr búvörusamningur lá fyrir að hann færi aldrei í gegnum Alþingi með hennar samþykki. „Já ég hef sagt það, í þeirri mynd sem hann er. Mér finnst margt vera mjög sérstakt í þessum samningi og það er kannski meira sérstakt það sem ekki stendur þar,“ sagði Ragnheiður. Það væri skondið að Bændasamtökin og aðrir þeir sem stæðu að þessum samningum litu hvorki á þá sem stunduðu svína- né alifuglarækt sem bændur.Sjá einnig: Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman „Á það er í raun og veru ekkert minnst og það er enginn rammi utan um þeirra framleiðslu eða neitt í þá veru. Þannig að kannski eru Bændasamtökin sjálf að senda mjög skýr skilaboð eftir því sem virðist. Svo er líka fyrir mig mjög sérstakt að á árinu 2016 og til næst tíu ára er vart minnst á umhverfismál í þessum búvörusamningi,“ bætti Ragnheiður við Þau mál væru ofarlega á dagskrá og markmið sett á Parísarráðstefnunni nýlega og umhverfismál væru til umræðu á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir sem áður gegndi embætti umhverfisráðherra tók undir með Ragnheiði og minnti á að danski umhverfisráðherrann hefði sagt af sér embætti í gær, vegna þjónkunar við danska landbúnaðinn. „Það er óásættanlegt annað en að þessi búvörusamningur sé borinn af loftlagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins. Ef við meinum eitthvað með því sem við segjum verður það að vera þannig. Hins vegar liggur fyrir að þetta er mjög flókið mál og það er mjög vont ef aðgangurinn að því að ræða þetta verður einkamál einhverra sérfræðinga og þröngra hópa,“ sagði Svandís.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15