Ragnheiður Ríkharðs: Líta Bændasamtökin ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur? Ásgeir Erlendsson skrifar 28. febrúar 2016 19:00 Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum. Búvörusamningar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum.
Búvörusamningar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira