Bændur vilja meiri skilning Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, með Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra sér á hægri hönd og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands á þá vinstri í Hörpu í gær. Visir/Vilhelm Mikilvægt er að halda því til haga að bændur hefðu lagt sitt af mörkum til að koma þjóðinni í gegn um það erfiða ástand sem efnahagshrunið leiddi af sér. Þetta sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins síðustu áratugi. „Beinn stuðningur er nú tæpir 13 milljarðar á ári. Metið verðgildi markaðsverndar eru rúmir 8 milljarðar til viðbótar. Værum við enn í 5% af landsframleiðslu eins og fyrir 25 árum væri samtalan tæpir 100 milljarðar. Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar.“ Fjölmenni var á setningarathöfninni, en alls voru um 400 manns viðstaddir. Nýgerður búvörusamningur er umdeildur og var ræddur í þaula á þinginu. Sindri sagði sjálfsagt að í samfélaginu væri rætt um stuðninginn og hvernig honum ætti að vera háttað. Sú umræða þyrfti þó að fara fram með sanngjörnum hætti. „Skoðanir voru og eru skiptar. Við bændur eigum að taka öllum þeim fagnandi sem vilja ræða þessi mál af sanngirni og hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Landbúnaðurinn fær ekki þrifist nema í sátt við samfélagið og við skulum leggja okkar af mörkum til að hún geti orðið sem best.“ Sindri ræddi um gagnrýni bænda á samningana sem var mest á meðal mjólkurframleiðenda. Við henni hefði verið brugðist með skoðanakönnun. „Niðurstöður hennar urðu til þess að gerðar voru breytingar á lokametrunum til að ná betri sátt. Það virðist hafa tekist ágætlega en hins vegar er eðlilegt að samningar sem leggja upp með miklar breytingar séu umdeildir.“ Þeir sem stunda svínarækt hafa ekki átt kost á beinum styrkjum og á næstu dögum á að ræða um það hvort þeir segi skilið við heildarsamtök bænda. Sindri sagðist hafa skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram. „En þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri og sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða. Samkvæmt úttekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er kostnaður við nauðsynlegar breytingar á bilinu 5-7 milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. „Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar og til þess að hægt sé að hraða þeim eins og kostur er þá þarf ríkið að koma að borðinu með stuðning. Sama gildir um tollasamninginn frá september. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í viðræðurnar. Bændur gagnrýndu hann harðlega enda hefur hann mikil áhrif á starfsskilyrði margra búgreina.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna í þættinum Sprengisandi og sagði frá því að nefnd ráðherra sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hefði aldrei komið saman. Búvörusamningar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Mikilvægt er að halda því til haga að bændur hefðu lagt sitt af mörkum til að koma þjóðinni í gegn um það erfiða ástand sem efnahagshrunið leiddi af sér. Þetta sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins síðustu áratugi. „Beinn stuðningur er nú tæpir 13 milljarðar á ári. Metið verðgildi markaðsverndar eru rúmir 8 milljarðar til viðbótar. Værum við enn í 5% af landsframleiðslu eins og fyrir 25 árum væri samtalan tæpir 100 milljarðar. Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar.“ Fjölmenni var á setningarathöfninni, en alls voru um 400 manns viðstaddir. Nýgerður búvörusamningur er umdeildur og var ræddur í þaula á þinginu. Sindri sagði sjálfsagt að í samfélaginu væri rætt um stuðninginn og hvernig honum ætti að vera háttað. Sú umræða þyrfti þó að fara fram með sanngjörnum hætti. „Skoðanir voru og eru skiptar. Við bændur eigum að taka öllum þeim fagnandi sem vilja ræða þessi mál af sanngirni og hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Landbúnaðurinn fær ekki þrifist nema í sátt við samfélagið og við skulum leggja okkar af mörkum til að hún geti orðið sem best.“ Sindri ræddi um gagnrýni bænda á samningana sem var mest á meðal mjólkurframleiðenda. Við henni hefði verið brugðist með skoðanakönnun. „Niðurstöður hennar urðu til þess að gerðar voru breytingar á lokametrunum til að ná betri sátt. Það virðist hafa tekist ágætlega en hins vegar er eðlilegt að samningar sem leggja upp með miklar breytingar séu umdeildir.“ Þeir sem stunda svínarækt hafa ekki átt kost á beinum styrkjum og á næstu dögum á að ræða um það hvort þeir segi skilið við heildarsamtök bænda. Sindri sagðist hafa skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram. „En þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri og sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða. Samkvæmt úttekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er kostnaður við nauðsynlegar breytingar á bilinu 5-7 milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. „Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar og til þess að hægt sé að hraða þeim eins og kostur er þá þarf ríkið að koma að borðinu með stuðning. Sama gildir um tollasamninginn frá september. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í viðræðurnar. Bændur gagnrýndu hann harðlega enda hefur hann mikil áhrif á starfsskilyrði margra búgreina.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna í þættinum Sprengisandi og sagði frá því að nefnd ráðherra sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hefði aldrei komið saman.
Búvörusamningar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira