Kaldasti vetur í tuttugu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 11:24 Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Vísir/Vilhelm Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira