Kaldasti vetur í tuttugu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 11:24 Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Vísir/Vilhelm Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira