Bera efni á Laugardalsvöllinn sem leysir upp klakann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 06:30 Kristinn V. Jóhannsson, starfsmaður á Lagardalsvellinum, að störfum í gær. Vísir/Vilhelm Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira