Einatt stendur EES með neytendum gegn íslenskum stjórnvöldum Skjóðan skrifar 10. febrúar 2016 11:16 Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu. Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu.
Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira