Dagur íslenska táknmálsins Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 11. febrúar 2016 00:00 Dagur íslenska táknmálsins er í dag, 11. febrúar á afmælisdegi Félags heyrnarlausra. Í huga okkar sem tilheyrum táknmálssamfélaginu er þetta hátíðardagur. Í tilefni dagsins verður hátíðardagskrá í Tjarnarbíói sem er í umsjón Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og Félags heyrnarlausra með stuðningi frá Landsbanka og Reykjavíkurborg. Á degi íslenska táknmálsins fyrir ári var ákveðið að frá og með þeim degi og fram að degi íslenska táknmálsins í dag yrði það ár táknmálstalandi barna. Áhersla hefur verið lögð á að efla málumhverfi íslenska táknmálsins og auka aðgang barna að menningu og málsamfélagi íslenska táknmálsins. Í dag fáum við að njóta afrakstursins á ýmsum sviðum s.s í leiklist, myndlist, stuttmynd og fleira á barnamenningarhátíðinni sem fram fer í dag í Tjarnarbíói. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum bent á að efla þurfi veg íslenska táknmálsins þannig að það fái að blómstra um ókomna tíð. Stjórnvöld og við sem erum málhafar íslenska táknmálsins þurfum að tryggja táknmálstalandi börnum ríkulegt málumhverfi. Barni sem fær að alast upp við ríkulegt táknmálsumhverfi gefst tækifæri til að tileinka sér íslenskt táknmál og er aðgengi þess að málsamfélaginu samofið möguleika þess til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Aðgengi að málsamfélagi íslenska táknmálsins og menningu þess styrkir sjálfsmynd barns og býr það betur undir lífið. Rannsóknir hafa víða sýnt fram á að sá einstaklingur, sem reiðir sig á táknmál í daglegu lífi, er mun betur í stakk búinn til að takast á við hindranir ef hann er daglega í ríkulegu táknmálsumhverfi. Hann hefur ívið fleiri bjargráð til að komast yfir hindranir sem samfélagið setur og hefur mun meira sjálfstraust til að takast á við lífið og samfélagið. Ég óska öllum til hjartanlega hamingju með dag íslenska táknmálsins og hvet alla landsmenn til að leggja sig fram um að íslenska táknmálið fái að blómstra um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins er í dag, 11. febrúar á afmælisdegi Félags heyrnarlausra. Í huga okkar sem tilheyrum táknmálssamfélaginu er þetta hátíðardagur. Í tilefni dagsins verður hátíðardagskrá í Tjarnarbíói sem er í umsjón Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og Félags heyrnarlausra með stuðningi frá Landsbanka og Reykjavíkurborg. Á degi íslenska táknmálsins fyrir ári var ákveðið að frá og með þeim degi og fram að degi íslenska táknmálsins í dag yrði það ár táknmálstalandi barna. Áhersla hefur verið lögð á að efla málumhverfi íslenska táknmálsins og auka aðgang barna að menningu og málsamfélagi íslenska táknmálsins. Í dag fáum við að njóta afrakstursins á ýmsum sviðum s.s í leiklist, myndlist, stuttmynd og fleira á barnamenningarhátíðinni sem fram fer í dag í Tjarnarbíói. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum bent á að efla þurfi veg íslenska táknmálsins þannig að það fái að blómstra um ókomna tíð. Stjórnvöld og við sem erum málhafar íslenska táknmálsins þurfum að tryggja táknmálstalandi börnum ríkulegt málumhverfi. Barni sem fær að alast upp við ríkulegt táknmálsumhverfi gefst tækifæri til að tileinka sér íslenskt táknmál og er aðgengi þess að málsamfélaginu samofið möguleika þess til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Aðgengi að málsamfélagi íslenska táknmálsins og menningu þess styrkir sjálfsmynd barns og býr það betur undir lífið. Rannsóknir hafa víða sýnt fram á að sá einstaklingur, sem reiðir sig á táknmál í daglegu lífi, er mun betur í stakk búinn til að takast á við hindranir ef hann er daglega í ríkulegu táknmálsumhverfi. Hann hefur ívið fleiri bjargráð til að komast yfir hindranir sem samfélagið setur og hefur mun meira sjálfstraust til að takast á við lífið og samfélagið. Ég óska öllum til hjartanlega hamingju með dag íslenska táknmálsins og hvet alla landsmenn til að leggja sig fram um að íslenska táknmálið fái að blómstra um ókomna tíð.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun