Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-24 | Sanngjarn sigur Mosfellinga Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni í Mosfellsbæ skrifar 11. febrúar 2016 22:00 Varnarmenn Fram taka fast á Jóhanni Jóhannssyni, leikmanni Aftureldingar. vísir/ernir Afturelding vann góðan sigur á Fram, 29-24, í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar voru sterkari aðilinn nær allan tímann og Fram komst aldrei yfir nema í stöðunni 0-1. Sex núll vörn heimamanna var sterk og Davíð Svansson átti góðan leik þar fyrir aftan. Í sókninni áttu þeir Mikk Pikkonen og Árni Bragi Eyjólfsson frábæran leik en þeir skoruðu samtals 17 af 29 mörkum Aftureldingar í leiknum. Mosfellingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu eflaust viljað vera með meira en fjögurra marka forystu, 14-10, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eistinn Pikkonen átti skínandi leik; gríðarlega fljótur á fótunum, sískapandi og með góð skot. Sóknarleikur Aftureldingar var oftast nær vel útfærður sem og hraðaupphlaupin en heimamenn spiluðu sig jafnan í góð færi. Frömmurum til happs varði Kristófer Guðmundsson nokkur dauðafæri en hann tók alls níu skot í fyrri hálfleik (39%). Kollegi hans í marki heimamanna, Davíð Svansson, var magnaður en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Skotnýting Fram var aðeins 37% í fyrri hálfleik gegn 61% hjá Aftureldingu. Þrátt fyrir að vera í vandræðum bæði í vörn og sókn, og alls sex mínútur utan vallar, héngu Frammarar alltaf í skottinu á heimamönnum sem náðu aldrei meira en fjögurra marka forystu. Staðan var 14-10 í hálfleik. Afturelding leiddi með 3-4 mörkum framan af seinni hálfleik en sem fyrr voru Frammarar aldrei langt undan. Þorgrímur Smári Ólafsson hafði mjög hægt um sig í fyrri hálfleik en hann tók til sinna ráða um miðjan seinni hálfleik þar sem hann skoraði þrjú mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark, 20-19. Gestirnir virtust til alls líklegir á þessum tímapunkti en Mosfellingar áttu alltaf svör. Sóknarleikurinn fór aftur í gang og Afturelding skoraði þrjú mörk í röð og náði aftur fjögurra marka forskoti, 23-19, þegar 12 mínútur voru eftir. Fram svaraði með tveimur mörkum en Pikkonen skoraði gríðarlega mikilvægt mark eftir langa og erfiða sókn og Birkir Benediktsson bætti svo öðru marki við og kom Aftureldingu aftur fjórum mörkum yfir, 25-21. Það bil náðu Frammarar ekki að brúa og heimamenn sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 29-24, Aftureldingu í vil. Pikkonen og Árni Bragi voru sem áður sagði í aðalhlutverki í sóknarleik Aftureldingar en þeir skoruðu samtals 17 mörk úr aðeins 21 skoti. Þá átti Pikkonen fjölda stoðsendinga á félaga sína. Davíð varði 18 skot í markinu (18%). Ólafur Ægir Ólafsson var markahæstur í liði Fram með fimm mörk en hann gerði þó fjöldamörg mistök í sókninni. Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk af línunni og Þorgrímur Smári var einnig með fjögur mörk, en þrjú þeirra komu á þriggja mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks eins og áður sagði. Kristófer átti fínan leik í markinu og varði 19 skot (40%).Davíð: Mikk er frábær viðbót við hópinn okkar Davíð Svansson átti góðan leik í marki Aftureldingar þegar liðið bar sigurorð af Fram, 29-24 í kvöld. Davíð varði alls 18 skot í markinu, eða 43% þeirra skota sem hann fékk á sig. Hann var að vonum sáttur þegar hann ræddi við Vísi eftir leik en hvað fannst honum hafa skilað sigrinum. "Ég veit það ekki, einhvern veginn allt saman. Við fórum aftur í gömlu góðu 6-0 vörnina sem er unaðslegt að spila fyrir aftan," sagði Davíð. "Vörnin var góð og Mikk (Pikkonen) var flottur. Þetta er auðvitað annað lið sem við vorum að spila við í kvöld. Við vorum búnir að spila við Hauka í þremur leikjum í röð, þannig að það var fínt að fá annað lið." Mikk þessi sem Davíð minntist átti frábæran leik í kvöld en Eistinn skoraði níu mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Davíð er ánægður með þessa viðbót í leikmannahóp Aftureldingar. "Honum þykir ekki leiðinlegt þegar menn eru eitthvað væflast fyrir utan punktalínu, hann stingur þig bara af um leið. "Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar," sagði Davíð sem tók undir með blaðamanni að Mikk væri glettilega líkur Erni Inga Bjarkasyni sem stjórnaði leik Aftureldingar í fyrra. Mosfellingar eru að skríða saman eftir mikil meiðslavandræði framan af tímabili og Davíð lítur björtum augum á framhaldið. "Ég held við séum ágætlega mannaðir," sagði Davíð sem segir Aftureldingu stefna á að enda í fjórum efstu sætum deildarinnar og ná þannig heimavallarrétti í úrslitakeppninni.Arnar Freyr: Þurfum smá kjark og þor Arnar Freyr Arnarsson, línumaður Fram, var svekktur með að yfirgefa Mosfellsbæinn án stiga en Frammarar töpuðu, 29-24, fyrir Aftureldingu í kvöld. "Afturelding var betri í dag að mér fannst," sagði Arnar eftir leikinn. "Við vorum í þeim, ég veit ekki hvað gerðist. Við vorum að klúðra trekk í trekk og Dabbi (Davíð Svansson) var mjög góður í markinu hjá þeim og lokaði vel á okkur. Ég held að það hafi farið með leikinn." Þrátt fyrir að Afturelding hafi leitt nær allan leikinn - Fram komst bara yfir í stöðunni 0-1 - voru gestirnir aldrei langt undan og voru alltaf líklegir. "Við vorum alltaf að minnka þetta í 1-2 mörk en svo byrjuðum við aftur að klúðra og þeir juku muninn. Svona var gangur leiksins," sagði Arnar. Fram hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og þá datt liðið út úr bikarkeppninni fyrir 1. deildarliði Stjörnunnar á mánudaginn. Arnar segir að það sé ekki skortur á sjálfstrausti sem er að há Frömmurum. "Nei, ég myndi ekki segja það. Við þurfum bara að mæta einbeittir og betur stemmdir til leiks. Við getum þetta alveg, við þurfum bara smá kjark og þor," sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Afturelding vann góðan sigur á Fram, 29-24, í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar voru sterkari aðilinn nær allan tímann og Fram komst aldrei yfir nema í stöðunni 0-1. Sex núll vörn heimamanna var sterk og Davíð Svansson átti góðan leik þar fyrir aftan. Í sókninni áttu þeir Mikk Pikkonen og Árni Bragi Eyjólfsson frábæran leik en þeir skoruðu samtals 17 af 29 mörkum Aftureldingar í leiknum. Mosfellingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu eflaust viljað vera með meira en fjögurra marka forystu, 14-10, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eistinn Pikkonen átti skínandi leik; gríðarlega fljótur á fótunum, sískapandi og með góð skot. Sóknarleikur Aftureldingar var oftast nær vel útfærður sem og hraðaupphlaupin en heimamenn spiluðu sig jafnan í góð færi. Frömmurum til happs varði Kristófer Guðmundsson nokkur dauðafæri en hann tók alls níu skot í fyrri hálfleik (39%). Kollegi hans í marki heimamanna, Davíð Svansson, var magnaður en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Skotnýting Fram var aðeins 37% í fyrri hálfleik gegn 61% hjá Aftureldingu. Þrátt fyrir að vera í vandræðum bæði í vörn og sókn, og alls sex mínútur utan vallar, héngu Frammarar alltaf í skottinu á heimamönnum sem náðu aldrei meira en fjögurra marka forystu. Staðan var 14-10 í hálfleik. Afturelding leiddi með 3-4 mörkum framan af seinni hálfleik en sem fyrr voru Frammarar aldrei langt undan. Þorgrímur Smári Ólafsson hafði mjög hægt um sig í fyrri hálfleik en hann tók til sinna ráða um miðjan seinni hálfleik þar sem hann skoraði þrjú mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark, 20-19. Gestirnir virtust til alls líklegir á þessum tímapunkti en Mosfellingar áttu alltaf svör. Sóknarleikurinn fór aftur í gang og Afturelding skoraði þrjú mörk í röð og náði aftur fjögurra marka forskoti, 23-19, þegar 12 mínútur voru eftir. Fram svaraði með tveimur mörkum en Pikkonen skoraði gríðarlega mikilvægt mark eftir langa og erfiða sókn og Birkir Benediktsson bætti svo öðru marki við og kom Aftureldingu aftur fjórum mörkum yfir, 25-21. Það bil náðu Frammarar ekki að brúa og heimamenn sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 29-24, Aftureldingu í vil. Pikkonen og Árni Bragi voru sem áður sagði í aðalhlutverki í sóknarleik Aftureldingar en þeir skoruðu samtals 17 mörk úr aðeins 21 skoti. Þá átti Pikkonen fjölda stoðsendinga á félaga sína. Davíð varði 18 skot í markinu (18%). Ólafur Ægir Ólafsson var markahæstur í liði Fram með fimm mörk en hann gerði þó fjöldamörg mistök í sókninni. Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk af línunni og Þorgrímur Smári var einnig með fjögur mörk, en þrjú þeirra komu á þriggja mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks eins og áður sagði. Kristófer átti fínan leik í markinu og varði 19 skot (40%).Davíð: Mikk er frábær viðbót við hópinn okkar Davíð Svansson átti góðan leik í marki Aftureldingar þegar liðið bar sigurorð af Fram, 29-24 í kvöld. Davíð varði alls 18 skot í markinu, eða 43% þeirra skota sem hann fékk á sig. Hann var að vonum sáttur þegar hann ræddi við Vísi eftir leik en hvað fannst honum hafa skilað sigrinum. "Ég veit það ekki, einhvern veginn allt saman. Við fórum aftur í gömlu góðu 6-0 vörnina sem er unaðslegt að spila fyrir aftan," sagði Davíð. "Vörnin var góð og Mikk (Pikkonen) var flottur. Þetta er auðvitað annað lið sem við vorum að spila við í kvöld. Við vorum búnir að spila við Hauka í þremur leikjum í röð, þannig að það var fínt að fá annað lið." Mikk þessi sem Davíð minntist átti frábæran leik í kvöld en Eistinn skoraði níu mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Davíð er ánægður með þessa viðbót í leikmannahóp Aftureldingar. "Honum þykir ekki leiðinlegt þegar menn eru eitthvað væflast fyrir utan punktalínu, hann stingur þig bara af um leið. "Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar," sagði Davíð sem tók undir með blaðamanni að Mikk væri glettilega líkur Erni Inga Bjarkasyni sem stjórnaði leik Aftureldingar í fyrra. Mosfellingar eru að skríða saman eftir mikil meiðslavandræði framan af tímabili og Davíð lítur björtum augum á framhaldið. "Ég held við séum ágætlega mannaðir," sagði Davíð sem segir Aftureldingu stefna á að enda í fjórum efstu sætum deildarinnar og ná þannig heimavallarrétti í úrslitakeppninni.Arnar Freyr: Þurfum smá kjark og þor Arnar Freyr Arnarsson, línumaður Fram, var svekktur með að yfirgefa Mosfellsbæinn án stiga en Frammarar töpuðu, 29-24, fyrir Aftureldingu í kvöld. "Afturelding var betri í dag að mér fannst," sagði Arnar eftir leikinn. "Við vorum í þeim, ég veit ekki hvað gerðist. Við vorum að klúðra trekk í trekk og Dabbi (Davíð Svansson) var mjög góður í markinu hjá þeim og lokaði vel á okkur. Ég held að það hafi farið með leikinn." Þrátt fyrir að Afturelding hafi leitt nær allan leikinn - Fram komst bara yfir í stöðunni 0-1 - voru gestirnir aldrei langt undan og voru alltaf líklegir. "Við vorum alltaf að minnka þetta í 1-2 mörk en svo byrjuðum við aftur að klúðra og þeir juku muninn. Svona var gangur leiksins," sagði Arnar. Fram hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og þá datt liðið út úr bikarkeppninni fyrir 1. deildarliði Stjörnunnar á mánudaginn. Arnar segir að það sé ekki skortur á sjálfstrausti sem er að há Frömmurum. "Nei, ég myndi ekki segja það. Við þurfum bara að mæta einbeittir og betur stemmdir til leiks. Við getum þetta alveg, við þurfum bara smá kjark og þor," sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira