Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur stórtónleika í Hörpu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2016 16:30 Vladimir Ashkenazy á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Visir/GVA Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tvö verk í kvöld, annars vegar Píanókonsert Tsjajkovskíjs og hins vegar Leníngrad-sinfóníu Shostakovítsj. Píanókonsert Tsjajkovskíjs er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum Kirill Gerstein færi á að sýna allar sínar bestu hliðar jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Gerstein er einn áhugaverðasti píanisti sinnar kynslóðar og er íslenskum áheyrendum að góðu kunnur og víst er að kraftur hans og innsæi hentar vel þessari spennandi efnisskrá. Fáir vita þó að Tsjajkovskíj endurskoðaði verkið eftir frumflutninginn og breytti ýmsu. Fyrir skömmu kom í leitirnar handritið að upprunalegu gerðinni frá 1875 og nú hljómar þessi útgáfa verksins í fyrsta sinn á Íslandi. Leníngrad-sinfónía Shostakovítsj er sérlega áhrifamikil tónsmíð. Hún var samin undir nærri ólýsanlegum kringumstæðum og lýsir innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941. Umsátur þeirra um Leníngrad varði í níu hundruð daga og talið er að um milljón manns, þriðjungur borgarbúa, hafi látið lífið í sprengjuárásum eða úr kulda, smitsjúkdómum og hungri. Sinfónían er magnþrunginn minnisvarði um reisn mannsandans og mátt listarinnar jafnvel þegar öll sund virðast lokuð. Þótt Leníngrad-sinfónían sé ein sú merkasta sem Shostakovitsj samdi hefur hún aðeins tvisvar sinnum áður hljómað á tónleikum hér á landi í flutningi Sinfóníunnar. Fyrst undir stjórn Rumons Gamba árið 2005 og síðra undir stjórn Gennadíjs Rozhdestvenskíj á Listahátíð í Reykjavík 2009. Uppselt er á tónleikana en þeir eru sendir út í beinni útsendingu á Rás 1. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tvö verk í kvöld, annars vegar Píanókonsert Tsjajkovskíjs og hins vegar Leníngrad-sinfóníu Shostakovítsj. Píanókonsert Tsjajkovskíjs er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum Kirill Gerstein færi á að sýna allar sínar bestu hliðar jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Gerstein er einn áhugaverðasti píanisti sinnar kynslóðar og er íslenskum áheyrendum að góðu kunnur og víst er að kraftur hans og innsæi hentar vel þessari spennandi efnisskrá. Fáir vita þó að Tsjajkovskíj endurskoðaði verkið eftir frumflutninginn og breytti ýmsu. Fyrir skömmu kom í leitirnar handritið að upprunalegu gerðinni frá 1875 og nú hljómar þessi útgáfa verksins í fyrsta sinn á Íslandi. Leníngrad-sinfónía Shostakovítsj er sérlega áhrifamikil tónsmíð. Hún var samin undir nærri ólýsanlegum kringumstæðum og lýsir innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941. Umsátur þeirra um Leníngrad varði í níu hundruð daga og talið er að um milljón manns, þriðjungur borgarbúa, hafi látið lífið í sprengjuárásum eða úr kulda, smitsjúkdómum og hungri. Sinfónían er magnþrunginn minnisvarði um reisn mannsandans og mátt listarinnar jafnvel þegar öll sund virðast lokuð. Þótt Leníngrad-sinfónían sé ein sú merkasta sem Shostakovitsj samdi hefur hún aðeins tvisvar sinnum áður hljómað á tónleikum hér á landi í flutningi Sinfóníunnar. Fyrst undir stjórn Rumons Gamba árið 2005 og síðra undir stjórn Gennadíjs Rozhdestvenskíj á Listahátíð í Reykjavík 2009. Uppselt er á tónleikana en þeir eru sendir út í beinni útsendingu á Rás 1.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira