Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur stórtónleika í Hörpu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2016 16:30 Vladimir Ashkenazy á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Visir/GVA Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tvö verk í kvöld, annars vegar Píanókonsert Tsjajkovskíjs og hins vegar Leníngrad-sinfóníu Shostakovítsj. Píanókonsert Tsjajkovskíjs er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum Kirill Gerstein færi á að sýna allar sínar bestu hliðar jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Gerstein er einn áhugaverðasti píanisti sinnar kynslóðar og er íslenskum áheyrendum að góðu kunnur og víst er að kraftur hans og innsæi hentar vel þessari spennandi efnisskrá. Fáir vita þó að Tsjajkovskíj endurskoðaði verkið eftir frumflutninginn og breytti ýmsu. Fyrir skömmu kom í leitirnar handritið að upprunalegu gerðinni frá 1875 og nú hljómar þessi útgáfa verksins í fyrsta sinn á Íslandi. Leníngrad-sinfónía Shostakovítsj er sérlega áhrifamikil tónsmíð. Hún var samin undir nærri ólýsanlegum kringumstæðum og lýsir innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941. Umsátur þeirra um Leníngrad varði í níu hundruð daga og talið er að um milljón manns, þriðjungur borgarbúa, hafi látið lífið í sprengjuárásum eða úr kulda, smitsjúkdómum og hungri. Sinfónían er magnþrunginn minnisvarði um reisn mannsandans og mátt listarinnar jafnvel þegar öll sund virðast lokuð. Þótt Leníngrad-sinfónían sé ein sú merkasta sem Shostakovitsj samdi hefur hún aðeins tvisvar sinnum áður hljómað á tónleikum hér á landi í flutningi Sinfóníunnar. Fyrst undir stjórn Rumons Gamba árið 2005 og síðra undir stjórn Gennadíjs Rozhdestvenskíj á Listahátíð í Reykjavík 2009. Uppselt er á tónleikana en þeir eru sendir út í beinni útsendingu á Rás 1. Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tvö verk í kvöld, annars vegar Píanókonsert Tsjajkovskíjs og hins vegar Leníngrad-sinfóníu Shostakovítsj. Píanókonsert Tsjajkovskíjs er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum Kirill Gerstein færi á að sýna allar sínar bestu hliðar jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Gerstein er einn áhugaverðasti píanisti sinnar kynslóðar og er íslenskum áheyrendum að góðu kunnur og víst er að kraftur hans og innsæi hentar vel þessari spennandi efnisskrá. Fáir vita þó að Tsjajkovskíj endurskoðaði verkið eftir frumflutninginn og breytti ýmsu. Fyrir skömmu kom í leitirnar handritið að upprunalegu gerðinni frá 1875 og nú hljómar þessi útgáfa verksins í fyrsta sinn á Íslandi. Leníngrad-sinfónía Shostakovítsj er sérlega áhrifamikil tónsmíð. Hún var samin undir nærri ólýsanlegum kringumstæðum og lýsir innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941. Umsátur þeirra um Leníngrad varði í níu hundruð daga og talið er að um milljón manns, þriðjungur borgarbúa, hafi látið lífið í sprengjuárásum eða úr kulda, smitsjúkdómum og hungri. Sinfónían er magnþrunginn minnisvarði um reisn mannsandans og mátt listarinnar jafnvel þegar öll sund virðast lokuð. Þótt Leníngrad-sinfónían sé ein sú merkasta sem Shostakovitsj samdi hefur hún aðeins tvisvar sinnum áður hljómað á tónleikum hér á landi í flutningi Sinfóníunnar. Fyrst undir stjórn Rumons Gamba árið 2005 og síðra undir stjórn Gennadíjs Rozhdestvenskíj á Listahátíð í Reykjavík 2009. Uppselt er á tónleikana en þeir eru sendir út í beinni útsendingu á Rás 1.
Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Kanye og Censori séu við það að skilja Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira